föstudagur, 30. september 2016

Um hjólastíl

Hér er sko margur hjólastíllinn, hér eru buxur girtar ofan í sokka, buxur brettar upp eða teygja sett utan um buxurnar, fólk hjólar útskeift, innskeift, með hnén saman, hnén sundur, stilla hnakkinn hátt, eða lágt, hjólar hægt, hratt, á racer hjólum, borgar hjólum, Kristianíu-hjólum, með börn ofan í Kristianíu hjólinu, eða með barn fyrir aftan sig í barnastól, nú eða fyrir framan sig, með hjálm, ekki með hjálm, talar í símann með þráðlausu, skoðar skilaboð á símanum eða hjólar haldandi á stórri ferðatösku við hliðina á hjólinu. Verst er að hjóla langar leiðir milli klukkan fjögur og fimm, þar sem allir virðast vera að sækja börnin sín í leikskólann á Kristianíu hjólunum sínum, og á mjóum hjóla-stíg þá getur það myndað fjölmargar umferðarteppur - og þessi Kristianíu hjól - þau koma í fjölmörgum útgáfum - ein þeirra er hér fyrir neðan. En það furðulegasta sem ég hef séð er hjólreiðamaður sem er skorðaður inní gulan aflangan hólk - svo þetta minnti helst á stóran hjólandi banana.

Kristiania bike - mynd fengin að láni héðan

Hjólandi banani - mynd fengin að láni héðan

Annars komst ég að því í dag að mesta hættan í umferðinni stafar ekki af bílum, heldur af öðrum hjólreiðamönnum sem svína á mann og hægja á sama tíma á... rétt náði að koma í veg fyrir stórslys í morgun þegar gamall kall svínaði svona á mig, og köttaði mig off, þegar han svínaði fram fyrir mig, hægði á, á sama tíma og var hálfur fyrir framan mig mjög nálægt gangstéttinni og hinn helmingurinn af hjólinu köttaði mig af svo ég gat ekki beygt í hina áttina - svo ég snarhemlaði með handbremsunni - þarna hefði sko komið sér vel ef það væri bílflauta á hólinu, en bjallan er sömu megin og handbremsan og ekki hægt að gera bæði á sama tíma!! Shit hvað ég var brjáluð útí þennan hjóla-dólg!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli