Það er eitthvað við Tyrkland sem fær mig til að langa til að koma aftur og aftur hingað - og once more er ég hérna þegar ramadan er að enda - sem hentar ágætlega þar sem þá er ókeypis að nota hraðbrautirnar! Ég sótti bílinn í dag - my favorite: Fiat Linea - haha strákarnir á hótelinu sögðu meira að segja wow a nice car þegar ég lét þá um að leggja bílnum fyrir nóttina! En ég er ekki viss um að heima yrði jafn mikið wow-að yfir honum.
Izmir er alveg ljómandi skemmtileg borg, sú þriðja stærsta á Tyrklandi - en samt ekki svo rosalega stór að maður ráði ekki við hana, en brött er hún, er lengra dregur frá sjónum, meira að segja töluvert brattari heldur en Thessaloniki. Fór að skoða kastalann í dag, keypti geisladiska fyrir aksturinn næstu daga, fór í liftu-turninn, en turninn er kallaður Assansör - eða Lyftan, þar mætti ég brúðhjónum á leiðinni niður, og er ég tók liftuna niður sátu þau í mestu makindum og drukku kaffi á kaffihúsi úti á götu. Í kastananum var ljómandi gott útsýni yfir borgina - og það sem ég kalla Mt. Rushmore Tyrklands sem yrði þá væntanlega kallað Mt. Ataturk. Hér eru líka rosalega mörg falleg gömul hús frá tímum Smyrnu, er hér bjuggu einstaklingar af ólíkum þjóðernum; Frakkar, Bretar og Grikkir, auk Tyrkja. Í gær þrammaði ég svo um markaðinn, eða Bazar eins og hann er kallaður hér. Keypti samt ekkert, nema jú límonaði - það eina sem þyrfti til að fullkomna þetta væri frappé - en límonaði fæst ekki í Alanya eða Side - held að ég verði að taka auka dag í Izmir eða stoppa í Antalya - þar fæst líka límonaði - og ég á hamam alveg eftir... Hmmm... Maurinn hérna er ekkert til að kvarta yfir - borðaði calamari í kvöldmat tvo daga í röð - en það fæst held ég alveg örugglega ekki svona gott við suður-ströndina.
Á morgun er svo formleifaskoðun: Pergamum og Troya daginn þar á eftir :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli