þriðjudagur, 30. ágúst 2016

Not in love

Ég byrjaði dag nr. 3 á því að fara á fyrirlestur í skólanum um próftöku, gat samt ómögulega vaknað nógu snemma til að hjóla - haha það yrði svo mikið irony of fate ef að ég myndi svo bara enda á því að hjóla ekkert hérna í Köben og nota bara alltaf metro!! Og ég komin með helvítis hjól og alles... hahaa.. væri svo týpískt ég!
Allavega vorum boðuð á klukkutíma fyrirlestur kl. 10 í nýrri byggingu í skólanum, sem betur fer sýndi ég þá fádæma fyrirhyggju í gær að fá kort af skólasvæðinu og labba aðeins um svæðið í gærdag - því guided tour er ekki á dagskránni fyrr en á morgun. Svo ég gat komist fyrirhafnarlaust í rétta byggingu í morgun, nema hvað fyrirlesturinn varði einungis í um 30 mínútur og var aðeins stiklað á stóru um próftöku - get ekki sagt að ég hafi fengið mikið útúr þessum fundi, enda voru strákar sem sátu í kringum mig að muldra eitthvað eftir fyrirlesturinn af hverju þeir höfðu verið dregnir þangað drullu-þunnir til að fá ekki einu sinni sýnikennslu á hvernig ætti að gera það sem fyrirlesarinn var að tala um. En býst við því að þeir hafi verið á social week prógramminu kvöldið áður. Eftir fyrirlesturinn var buddyinn minn búinn að mæla sér mót við mig og Mariam, annan skiptinema sem hann er tengiliður fyrir, hann gekk svo með okkur um skólasvæðið og kíktum við inní flestar byggingarnar, skoðuðum lesstofur og bókasöfnin, svo það var ágætt. Ég fékk loksins welcome pakkann minn, og þar á meðal er sim-kort sem ég á eftir að tækla, og kort af Köben og skólasvæðinu - haha sem ég stóð í röð í gær til að fá. Eftir að hafa labbað um skólasvæðið, kíkti ég á alþjóðaskrifstofuna til að fá ákveðnar upplýsingar, sem hún gat ekki gefið mér - og var svarað á þá leið að það hefði verið sendur e-mail um þetta - ertu að FOKKING grínast í mér? Ég er búin að fá 5 tölvupósta á viku frá þessu skiptinema dæmi - hvernig á ég að komast yfir þetta allt saman, og helmingurinn á ekki einu sinni við um mig. Hún sýndi mér svo hvernig á að gera þetta - svo ég þarf að leggjast í rannsóknarvinnu í kvöld - en kúrsarnir mínir skarast á, þarf að sjá til hvort ég skipti um kúrsa eða ekki.
Á leðinni heim ákvað ég að hoppa úr metróinu á Kongens Nytorv, og endurnýjaði kynni mín við Big Mac og sá svona líka huggulega portúgalska navy menn þann inni - svo það er hægt að vera mjór og borða á McDonalds einstöku sinnum. Labbaði svo niður Strikið, enda er maður nú varla kominn til Köben nema maður tékki á því, Illum og Magasin. Kíkti líka í Abercrombie, sem er í hliðargötu við Strikið, en lætur rosalega lítið yfir sér, gekk framhjá henni fyrst án þess að taka eftir henni - enda er nafnið bara í glugganum, en ekki yfir búðinni. En jeremías - gallabuxur í Abercrombie kosta næstum því jafn mikið og hjólið mitt. Sá svo rosa sætt par af skóm í Aldo, sem ég keypti ekki (í bili) - hundleiðinlegt að labba niður Strikið og kaupa ekkert :/ Mátaði samt nokkra hluti og kíkti inní nokkrar búðir - er ennþá að venjast gjaldmiðlinum og genginu - ekki alveg búin að átta mig á hvað er dýrt og hvað ekki.
Fékk bara ágætis veður í þessari gönguferð minni, glampandi sólskin, en súrnaði nú heldur betur gamanið er ég kom að ráðhústorginu, þar eru framkvæmdir, svo hálft torgið er lokað og búið að eyðileggja einn uppáhaldsstaðinn minn í Köben, en er maður kemur upp Srikið þá var bygging beint á móti (hægra megin við Tivoli) sem var einskonar mini moll, og hægt að labba langan gang með litlar verzlanir á báða bóga - it´s GONE - og bara verslanir úti á götu í dag. Fór meira að segja inní tourist-info að spyrjast fyrir um það - var að vonast til að mig misminnti hreinlega hvar það er/var staðsett - nei því miður :( Af er sem áður var - ég sakna minnar Köben, en það sem mætti mér í dag var ekki mín Köben I tell you!

Það var á hægra horninu á þessu glerhýsi sem verzlunarsvæðið
 með ganginum var á - svo var líka bíó þar

Labbaði svo bara heim á Amager frá ráðhústorginu, er ennþá að reyna að átta mig á hvaða leið er best að hjóla í skólann - kannski ég nenni að vakna nógu snemma á morgun til að taka test run.


Einhverra hluta vegna er Köben ekki búin að ná mér, er ekki að heilla mig, og hvað þá uppúr skónum - er búin að vera með mikil heilabrot yfir þessu síðustu daga og er búin að komast að því hvað það er! Það er enginn wow-faktor við það að vera í námi í Köben, það er svo mainstream að vera í námi í Danmörku og Köben, hérna eru einfaldlega of margir íslendingar. Það er ekkert spes að vera íslendingur í Köben, eða íslendingur sem hefur verið í námi í Köben. Það er of venjulegt fyrir mig og mér líður ekki eins og ég sé einstök - sem er skrýtin tilfinning.

kveðjur frá Köben,
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli