fimmtudagur, 1. september 2016

Þvílíkur óbjóður

Una var svo indæl í gærkvöldi að bjóða mér í Tivoli, en hún er með passa, og getur boðið gestum með, það var alveg yndislegt að labba í gegnum Tivoli og drekka í sig andann sem er þar, einskonar never never land... datt niður á jazz tónleika, ballet sýningu, skoðaði illum bolighús - alltaf jafn gaman að kíkja þangað, og langaði hreinlega ekkert út úr Tivoli og "heim". Endaði svo daginn á kebab úr kebab-búllunni sem er næst mér - sem er samt alls engin búlla - heldur mjög snyrtilegur lítill kebab staður; Amager Kebab 2001.

 



Í morgun var ég svo vöknuð kl 6, til að geta lagt af stað í skólann kl. 7, til að vera komin í skólann kl. 8 - úff sko, aðeins of margir morgnar sem ég þarf að byrja svona snemma, og aftur var ég akkúrat 40 mínútur á leiðinni, í þetta skiptið villtist ég aðeins minna, og setti pedalann ekki alveg eins "fast" niður eins og í gær.
Það sem tók á móti mér hins vegar þegar ég kom í skólann, þvílíkur óbjóður og það í aðalbyggingu skólans sem er mjög smart bæði að utan og innan. En það sama á ekki við um salernin..



Er þetta hreinlega boðlegt í virtasta viðskiptaskóla Kaupmannahafnar? Mér leið eins og ég væri stödd við útilistaverk í París í sumarhita, og þeir sem hafa upplifað það, vita hvað ég á við... algjör viðbjóður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli