sunnudagur, 28. ágúst 2016

Vaknað í Köben

Góðan daginn Kaupmannahöfn,

flaug inn í gær, svo í dag er tæknilega dagur 1 eða er það dagur 2? Það er sunnudagur, og ákvað að byrja daginn á því að leita að hjóli á netinu þar sem hjólabúðirnar eru lokaðar í dag og ég þarf að fara að komast á milli staða af einhverju ráði á morgun. Að sjálfsögðu ætla ég að kaupa notað hjól og selja það áður en ég fer heim, ég sé mig ekki fyrir mér hjóla mikið heima, og býst þar að auki við því að auknar líkur séu á því að hjólinu þínu sé stolið ef það er skínandi fínt og fallegt! 
Það eru nokkrar síður sem hægt er að leita að hjólum, nokkrar á facebook, og svo einskonar smáauglýsingar á netinu. Sá eitt hjól á einni síðunni á facebook sem tikkaði í öll boxin sem ég er að leita að, dömuhjól sem hentar minni hæð, er með ljósum, lás og körfu að framan.Vandamálið er bara að það eru alltaf 10-15 manns að spyrjast fyrir um eitt hjól. Í þessu tilfelli var svo tiltölulega stutt síðan auglýsingunni var póstað inn, eða um 30 mínútur, svo ég sendi skilaboð á seljandann hvort hjólið væri ennþá til, seljanndinn svaraði með caps lock: ARE YOU INTERESTED? Því næst spurði ég hvar hún væri staðsett (því það kom eins og hún hefði póstað færslunni úr Hilleröd - sem er soldið langt frá Köben), svarið lét ekki á sér standa; FUCK OFF BITCH

Hjólamarkaðurinn er greinilega jafn fierce og fasteignamarkaðurinn hér í borg - held að ég fari bara í hjólaverslun á morgun.

Hjartanlega velkomin til Köben - dettur bara textinn við lagið "Put your hands up for Detroit" - nánar tiltekið "I love this city"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli