laugardagur, 10. september 2016

Fimmtudagar eru djamm dagar

Alla fimmtudaga er bjór-kvöld í skólanum og þennan síðastliðinn fimmtudag var engin undanteknin, þvert á móti var þetta annar-byrjurnar partý og fullt af fólki á skólalóðinni, hægt að kaupa bjór og pizzur, kamrar úti og algjört mega-djamm.. verst að ég þurfti að mæta kl. 8 í skólann daginn eftir. Dáðist að stelpunni sem er með mér í hóp sem djammaði frá kl. 17.00 til 06.00 um morguninn og var mætt on time í skólann kl. 8.00. Mér tókst það næstum því, ef að lestin hefði hleypt mér út á réttri stöð - en hurðirnar opnuðust ekki á stöðinni sem ég ætlaði út á, svo ég varð að fara einni stöð lengra og taka metroið til baka, svo ég var aðeins meira en academicly 15 minutes late - kannski er urban legendið um að þú sért fljótari að hjóla í Köben en að taka lest sönn eftir allt saman. Eftir tímann var stefnan tekin beint á McDonalds þar sem ég drekkti kvef-sorgum mínum í Big Mac, frönskum mæjó og kók.
En snúum okkur að þessu fimmtudagsdjammi, ég ætlaði rétt aðeins að stoppa og sýna á mér trýnið í svona klukkutíma og fara svo heim að læra, en áður en ég vissi af var klukkan orðin 10 og skóla partýinu offically lokið og Antone, franski homminn búinn að draga mig inní gay-hvefið.. sem var alveg áhugavert.. en það var ekki alveg eins spennandi að vakna eldsnemma, með hor á föstudagsmorguninn.
Var ég búin að segja ykkur að ég ætlaði að fá mér Rejsekort - sem er sambærilegt við Oyster card í London. Var búin að finna loop-hole um hvernig ég gæti fengið mér þannig án þess að vera skráð með CPR númer (einskonar kennitala) í Danmörku. Fór inná Hovedbane, tók númer, fyllti út umsóknareyðublöð og beið í rúman hálftíma. En viti menn Danirnir vita alveg uppá hár hvað þeir eru að gera, til þess að geta fengið þetta umrædda Rejsekort, þá þarf maður að hafa skilríki með heimilisfanginu sínu á - ég var með passa og ökuskirteini - en nei það er ekki nóg, heldur þarf skilríki með heimilisfangi mínu á Íslandi - verst að íslensk yfirvöld gefa ekki út slík kort. Svo þannig fór um sjóferð þá - en er komin með eitthvað DOT app, þar sem ég get keypt miða fram í tímann og borga þá jafn mikið fyrir þá og með þessu persónulega Rejsekort.
Í gærkvöldi fór ég á uppáhalds kebab búlluna mína, held að karlarnir þar séu farnir að þekkja mig, búin að fara óþægilega oft þangað sl. tvær vikur, og eru farnir að segja bless þegar ég fer. Ég hló samt einstaklega mikið þegar ég fór þaðan í gær, því ég var komin í mína þykkustu peysu sem ég tók með mér, og haustjakka, á meðan fólk er sprangandi um í sumarkjólum og stuttbuxum. Mánaðarlega kvefið mitt er nefnilega mætt á svæðið (ok kannski ekki fair að kalla það mánaðarlegt, þar sem ég fékk jú ekki kvef í ágúst, húrra fyrir því). Þaðan hjólaði ég svo á Kayjak bar þar sem það er world music festival og ókeypis aðgangur, þar fjárfesti ég í einnhvað mest fancy tei sem ég hef um ævina fengið og lapti það meðan ég hlustaði á Gadjos ásamt Orhan Özgur Turhan, sannkalað balkan turkish beat mixup. Í kvöld er svo annað gigg með Mizgin, sjáum til hvort ég rusli mér útá það - en ég er bara ekki frá því að ég sé með hita :/

Engin ummæli:

Skrifa ummæli