laugardagur, 22. október 2016

The bikelife

Eins og ég var vön að fara í göngutúra á kvöldin í Alanya, þá gætu hjólatúrar á kvöldin í Köben verið málið.
Ef það er logn það er að segja, en á daginn eru allir að flýta sér eitthvað, og oft á tíðum mikil hjóla-traffík, fólk að taka framúr manni, og maður fær samviskubit ef maður heldur ekki sama tempói og þeir sem eru í kringum mann. Svo maður fylgir venjulega bara straumnum, og er lítið að horfa í kringum sig nema á rauðu ljósi, sem er ef til vill ekki skemmtilegasta leiðin til að upplifa borg. En í þau fáu skipti sem ég hef verið að fara eitthvað á kvöldin, og ef það er logn þá er æðislegt að vera hjólandi, þá getur maður bara lullað göturnar og glápt innum búðarglugga og horft í kringum sig í rólegheitunum, því það eru langtum færri á ferðinni. Það er kannski ekki besti tíminn samt að gera það á föstudags- eða laugardagskvöldi, því hérna hjólar fólk drukkið, og mjög drukkið. Þegar ég fór með Mariam í meat-district, sem er hipstera bar-hverfið, þá var fólk dettandi hægri og vinstri á hjólunum sínum á götuna, og það áður en það lagði af stað! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli