mánudagur, 29. ágúst 2016

Shop til you drop

Ég afrekaði það í dag að kaupa hjól, fékk notað hjól á 800 danskar krónur, og það á netinu! Sendi skilaboð á auglýsanda sem auglýsti hjólið á Secondhandbikes.dk og fékk. Skrifaði að ég væri á Amager - sá hinn sami hringdi 10 mínútum seinna og spurði hvort ég vildi það, ég gæti komið og skoðað það strax, og hann var staðsettur rétt hjá mér - ég var svo forbavset eða hissa enda átti alls ekki von á því að neinn myndi hafa samband við mig, ekki frekar heldur auglýsendur allra hinna auglýsinganna sem ég var búin að senda skilaboð á. 
Hjólið er algjörlega tilbúið á götuna, með körfu og ljósum að framan og aftan - sem er eitthvað sem lög kveða á um hér í Danaveldi. Eins gott að hafa insiders info hérna! Hjólið kom hins vegar án lás, svo ég hjólaði beinustu leið í hjólabúð að kaupa lás. Keypti lás á 79 danskar, neitaði að borga 278 krónur fyrir áfastan lás sem minnir á kló. Sá svo massífan lás í Fötex á 59 dkr seinna um daginn, og hefði ég klárlega keypt þannig ef hann hefði verið til í hjólabúðinni á þessu verði! 

Hjólið

Massífi lásinn í Fötex á 59 dkr

Annað sem ég er búin að taka út í dag og í gær eru matarbúðir - það er slatti af matarbúðum í hverfinu þar sem herbergið mitt er staðsett, og er ég búin að fara inní þær ófáar, Fötex er so far í uppáhaldi - en elska ég sérstaklega hvað það er hægt að kaupa Greek style, og Turkish style jógúrt hérna, lactosa frítt skyr - og þar með eru Danir komnir framúr okkur Íslendingum!
Fór svo á kynningarfund í skólanum í dag og komst að þvi að mig vantar einhvern welcome package, bíð spennt að sjá hvað er í honum! CBS buddyinn minn átti víst að láta mig fá hann, það gerist vonandi á morgun. Kynningarfundurinn var samt hálfgerður brandari þar sem stjórnandinn lét fólk standa upp út frá aldri, kyni og heimsálfu (var ekkert smá fegin að það voru bara 3 aldurshópar, yngri en 20 ára, 20-24 ára og 25 ára og eldri). Áberandi margir skiptinemanna voru frá Asíu og Evrópu, slatti frá USA og aðeins einn frá Afríku. Restin af fundinum fór í að markaðssetja einhvern social kvöld pakka, þar sem skipulagðir events verða á kvöldin út þessa viku sem enda í welcome dinner á laugardeginum. Needless to say þá keypti ég EKKI þann pakka, aðeins of amerískt og hallærislegt fyrir svona anti-social manneskju eins og mig. En þeir sem keyptu hann fengu armbönd til að komast inná viðburðina sem eru skipulagðir fyrir hópinn. 
Næst besta surprise dagsins (á eftir að landa hjólinu), var mollið í Fredriksberg, það er mega nice, og VIÐ HLIÐINA Á SKÓLANUM! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli