miðvikudagur, 7. september 2016

Bike wars

Hérna í Köben er slegist um allt, hjól til sölu á vefnum, íbúðir til leigu, pláss á hjólagötunni og "hjóla"-stæði þar sem þú getur lagt hjólinu þínu.
Satt best að segja er ég ekkert sérstaklega hissa að svona mörgum hjólum í Köben sé stolið á hverjum degi, en minnir að einn kennarinn hafi sagt að það væri stolið um 40 hjólum í höfuðborginni á dag. En hjólagrindur eru algjört djók hérna, fólk læsir hjólunum sjaldnast við grindurnar, heldur leggur hjólinu bara í grindina. Auk þess sem framhjólið er í 99% tilfella lagt í grindina, og ekki mikið gagn anyway að festa framhjólið við grindina, því lítið mál er að losa framhjólið frá stellinu og taka allt annað en framhjólið. Fyrir utan húsið hjá mér er lítil hjólagrind, með kannski pláss fyrir um 8 hjól. Einn leggur svo hjólinu framan við grindina og festir stellið á hjólinu með U-lás við járnið í hjólagrindinni. Hann kann að leggja, ég hef svo lagt fyrir endan á þeim enda grindarinnar sem hægt er að leggja við og fest stellið á mínu hjóli við grindina. Nema hvað ég held að þessi sem á hjólið sem festir það með U-lásnum finnist eitthvað að sér þrengt þarna fyrir endanum og er farinn að leggja þar sem ég venjulega legg.. svo ég er komin í "hjóla"-stæða kapphlaup um stað sem hægt er að festa stell hjólsins við grindina.
Annars rjúka nú flestir framúr mér hérna er ég hjóla í skólann (nota bene hjóla ekki mikið annað), hvort sem það eru gellur í leðurjökkum, wannabe tour-de-France hjólreiðakappar, fólk á Kristjaníuhjólum eða ömmur með blóma-hjálma. Það er þó gaman að sjá að hjálmar eru farnir að sjást hérna á götunum, kannski einn af hverjum tíu hjólreiðamönnum er með hjálm, og flest börn sem sitja í barnasæti aftan á hjóli eru með hjálm. Í dag sá ég svo í fyrsta sinn stelpu með uppblásanlega hjálminn, en hann lítur í raun út eins og kragi sem hægt er að nota við hvaða flík sem er.

"Hjálmur" frá Hövding


Ég er hinsvegar hjám-laus... sem er kannski ekki sniðugt, því maður gerir allskonar byrjenda mistök hérna í umferðinni í Köben. Reyni hins vegar að leggja af stað tímanlega svo ég þurfi ekki að vera í tíma-þröng, en það að skipta um átt er mest tricky. Þeir sem eru vanir líta við og meta hvort það sé bíll að koma úr sömu átt og þeir, fylgjast með gangandi vegfarendum sem eru hugsanlega að fara að ganga yfir gangbrautina (maður notar gjarna gangbrautir til að snúa við og skipta um stefnu). Fylgjast með bíla-umferð úr gagnstæðri átt, sem og hjóla-umferð úr þeirri átt og gangandi vegfarendum ef einhver ætlar að fara yfir götuna úr þeirri átt. Sem sagt - soldið flókið system.
En loksins góðar fréttir, er með einn awsome kennara, verst að tímarnir hans overlappa við annan tíma sem er skyldufag hjá mér, en satt best að segja langar mig að dömpa þeim tíma og taka hann bara á íslandi næsta haust.. haha týpískt að kennarinn sem mér finnst hvað erfiðast að skilja og talar um hvað mest framandi efni er kenndur as we speak á íslandi. Stefnan er að kíkja uppí skóla á morgun og tala við þá hjá alþjóðaskrifstofunni og fá ráðleggingar. En prófin hjá mér þessa önnina eru öll í formi verkenfna, og "semi" ritgerða, og overlappa þessi verkefni líka - og með lesefninu og öllu saman finnst mér þetta vera orðið ógerlegt, en ef ég tæki allt og næði öllu í fyrsta myndi síðasti kennsludagurinn vera 22. nóvember og öllum prófum og skilaverkefnum lokið fyrir fyrsta desember... 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli