miðvikudagur, 31. ágúst 2016

Hjólandi meistari

Byrjaði dag 4 á því að hjóla í skólann, en jesús hvað það var ekkert sexy við það - var rennblaut af svita! Ef ég hefði verið með meik hefði það verið búið að leka niður í peysuna mína. Það tók mig um 40 mínútur að hjóla heiman frá mér á Amager og í skólann, fór í rétta byggingu og sat þar á plaststól, hlustaði á fyrirlestur um tölvur, tækni og bókakost skólans, og hélt áfram að svitna - stóllinn var rassblautur eftir mig, borderline neyðarlegt.
Þar á eftir var göngutúr um skólasvæðið, okkur framhaldsnemunum var skipt uppí 3 hópa, og byrjaði okkar hópur að fara inní bygginguna sem við vorum að koma útúr. Þar næst var stefnan tekin á aðalbygginguna, og stakk ég hreinlega af eftir að hafa spurt nemana sem voru að lóðsa okkur um svæðið hvort að við kæmum til með að labba í tvær ákveðnar bygginar. Og er þau svöruðu því neitandi var ég ekki lengi að láta mig hverfa og byrjaði á því að heimsækja Georg Jensen outlet, sem er hreinlega við hliðina á einni byggingunni í skólanum.
Leiðin heim var töluvert ánægjulegri, þá var komin sól og ég var bara á bolnum að hjóla og lullaði þetta bara í rólegheitunum, stoppaði í hjóla-búðum að skoða lása og lét svo hækka hnakkinn minn og blés smá lofti í framdekkið. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli