miðvikudagur, 14. september 2016

Án þess að dissa HÍ algjörlega..

..en þá er Copenhagen Business School alveg með þetta!
Sú námsleið sem ég er skráð í, í HÍ nefnist; markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Ef ég hefði valið markasðfræði-línuna hérna í Köben á masters-stigi, þá hefði ég líkega valið milli; brand communication management eða international marketing and management. Hérna byggir námið á 4 önnum (ritgerð skrifuð á síðustu önninni) og er byggt upp á mjög sérstakan hátt; hverri önn er í raun skipt í tvær minni annir, og á á hverri minni-önn ertu í 2 fögum, tekur próf og ferð svo í næstu minni-önn. Svo á hverjum tímapunkti ertu einungis í tveimur fögum á sama tíma, áður en þú tekur næstu tvö fög. Þeir sem eru á þessum línum og eru með mér í tímum þeir eru hæst-ánægðir með þetta skipulag, þetta gefur þeim víst hellings tíma til að vinna samhliða náminu, og það eru fáir hérna í Köben sem eru að vinna á veitingastöðum eða súpermörkuðum samhliða náminu sínu í CBS. Hvers vegna, jú vegna þess að hér er nóg af störfum í boði tengdu atvinnulífinu og því námi sem þú stundar í CBS. Í skólanum er meira að segja sérstök skrifstofa sem býður uppá starfsráðgjöf, og hvernig er hægt að komast í internship og svo framvegis. Ég er hreint og beint orðlaus - ef húsnæði væri ekki svona mikið vandamál í þessari borg, þá væri þetta spennandi fyrirkomulag! En á móti kemur að þú hefur minna val um hvenær þú tekur hvaða kúrs, og á þriðju önninni er hægt að taka val-kúrsa nú eða fara í skiptinám. Svo ég minnist ekki á SU - sem er statens uddannelsesstotte - eða námsstyrkur ríkisins. Og útlendingar geta líka fengið þennan styrk, svo framarlega að þeir vinni 10-15 klst á viku, og eru með CPR númer... halló.... win win.. en aftur komum við niður á húsnæðisvandamálin í Köben! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli