þriðjudagur, 20. september 2016

Það besta við Danmörku..

..er Grikkland! OK, kannski ekki alveg Grikkland, en grísk jógúrt, og hún fæst í fötum eins og á Grikklandi, þarf bara að kaupa hunang og þá get ég farið að borða það sama í morgunmat og ég fékk mér alltaf í Þessalóníku: grískt jógúrt með hunangi og musli. Það fyndnasta er samt að hér er einnig hægt að kaupa tyrkneskt jógúrt, þeir titla báðar þessar tegundir sem Turkish style yogurt, og svo Greek style yogurt (ætli það sé til að undirstrika að þetta er ekki innflutt?). Nema hvað tyrkneska jógúrtin er alveg eins og sú gríska - hérna í Danmörku, á Tyrklandi er sú tyrkneska ekkert lík þeirri grísku. Sú tyrkneska er þynnri, súrari og aðeins gul-leitari heldur en sú gríska. En hérna eru þær alveg eins, nema sú tyrkneska er 2-6 DKK ódýrari heldur en sú gríska - svo það fer ekki á milli mála hvort ég kaupi! Þó svo að það sé mjög freistandi að kaupa þá grísku á stundum, því sumar tegundir eru skreyttar gríska fánanum!
Annað sem er best við Kaupmannahöfn, og þá sérstaklega Amager, er Café Saloniki, rak augun í það á fyrsta degi, og staðurinn er svo grískur að kæliskápurinn er meira að segja frá Þessalóníku!
Á Café Saloniki er meðal annars í boði grískt brauð fyllt með fetaosti eða öðru því sem tíðkast á Grikklandi. Toppurinn er samt að þar er á boðstólnum frapé, og geggjað gott frapé - enda er það Grikki sem rekur staðinn - held það hafi glatt hann jafn mikið og það gladdi mig þegar ég kvaddi og þakkaði fyrir mig á grísku.

Café Bougatsa "Saloniki"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli