miðvikudagur, 21. september 2016

Haustið er komið

Það er hjólateljari við ráðhústorgið sem ég hjóla framhjá á hverjum degi, í morgun var ég nr. 780, um það bil klukkan 7.20. Ef ég er á ferðinni eftir hádegi get ég verið um númer 6000. Annars setti ég tímamet í morgun á hjólatíma í skólann, þegar ég var aðeins 33 mínútur frá því að ég lagði af stað frá húsinu mínu og þar til ég var komin inní Postulínsgarðinn – en það er ein byggingin hérna, en í henni var víst ofninn fyrir Georg Jensen postulínið – á meira að segja að vera í tíma í sjálfum „ofninum“ en er farin að skrópa í því fagi.

Annars fer ég að verða algjört hjóla-pró hérna í borginni, búin að reiða farþega á bögglaberanum – sem var algjörlega gert í tilraunaskyni, og svo er ég farin að hjóla með tónlist í eyrunum – var farin að gera það eftir fyrstu vikuna eftir að vera orðin aðeins vanari í umferðinni og vita með hverju maður er að fylgjast með. Það að geta hlustað á búlgarska og gríska tónlist á leiðinni í skólann lætur tímann líða töluvert hraðar, og hver veit nema ég hjóli ekki bara hraðar líka – eða kannski er það nýja slangan í framdekkinu? 
En já haustið er komið til Köben, það var sumar í síðustu viku, núna er komið haust, sem er ágætt, þarf bara að bæta við klút og ég er good to go í haustjakkanum mínum í hjólalífið! Jú og svo þarf ég að verða mér úti um plastpoka til að setja a hnakkinn - já það er líka byrjað að rigna - ekki búin að kaupa neitt í HM, svo ég er ekki komin með poka yet - hef ég hreinlega keypt eitthvað - jú glös í Fotex... alveg 6 stykki.
Annars er fjölpóstur settur á hjólin hérna í Köben, bæði miðar í gúmmí-teygjum á stýrin og svo þegar ég kom í skólann einn daginn var búið að setja eins hnakk-hlýfar á öll hjólin - það var frekar súrrealískt að líta yfir haf af hjólum og nánast öll með eins litaðri hnakkhlýf!! 
Svo langar mig í bíó - á eftir að fá svo slæm fráhvarfseinkenni þegar RIFF byrjar - bara veit það! 
Annars er það helst í fréttum að skórnir mínir halda áfram að éta sokkana mína - er búin að fixa þetta uppá 50%, og hin 50% verða fixuð í dag! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli