þriðjudagur, 11. október 2016

Fleiri hjólastílar

Uppgvötaði um daginn enn annann hjólastílinn - það er vöggu-stíllinn, það er þegar hjólreiðarmaðurinn vaggar óvenju mikið til hliðanna um leið og viðkomandi hjólar! Þyrfti helst að fá einhvern til að laumu-hjóla á eftir mér til að greina minn hjólastíl, en vöggustíllinn er held ég með þeim hallærislegri að eigin mati.

Komst svo að því í gær, að eftir allt saman er ekki stúdenta-afsláttur á Chili mili - mér til mikilla vonbriðgða, komst líka að því í gær að maður þyrfti að eiga gúmmístígvél í rigningu, því þrátt fyrir að ég hélt að skórnir myndu ekki blotna svo mikið við það að hjóla í skólann þar sem þeir snerta ekki einu sinni götuna - nei gleymdu því - þeir rennblotnuðu - og endaði ég með þá inni á klósetti í skólanum undir handþurrkunni.

Komst líka að því að Harry Potter gleraugu gætu reynst hið mesta þarfa þing hér í Köben í rigningunni, því þegar þú ert búinn að grúfa hausinn ofan í bringu, þá sérðu ekki neitt fyrir ofan umgjörðina - en með HP gleraugum er sjónsviðið líklegra hærra og hægt að sjá lengra fram fyrir sig þegar maður hjólar - en ég komst rétt hjá því að hjóla á konu sem labbaði á móti umferðinni með hjólið sitt - Á HJÓLAGÖTUNNI. Í hitt skiptið nauðhemlaði ég er hjólreiðamaðurinn fyrir framan mig nauðhemlaði þegar umferðarljósið varð gult, og hoppaði ég hreinlega af hjólinu, og afturdekkið fór á flug.

Sem sagt mjög óánægjuleg reynsla af því að hjóla í rigningu! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli