Sótti fákinn í viðgerð í dag, það var þegar búið að gera við slönguna tvisvar sinnum á sama staðnum og því ómögulegt að gera aftur við hana, svo fáki varð að fá nýja slöngu uppá 150 DKK, eða rúmar 2500 ISK. Ekkert hræðilegt, en hefði alveg verið til í að eyða þessum pening í hvað sem er annað heldur en hjólið! Og það fyndnasta af öllu, var að ég fór með gripinn í viðgerð í þessa hjóla-sjoppu þar sem pólsk stelpa í skólanum hafði mælt með þessum stað - nema það eru íslendingar sem reka þessa sjoppu!! Haha hló svo mikið eftir að hafa talað við strákinn sem afgreiddi mig á ensku þar til hann spurði mig um símanúmerið mitt, svo þeir gætu sent mér sms þegar hjólið væri tilbúið. Þegar ég sagði á ensku að ég mundi aldrei danska númerið mitt, þá spurði hann mig hvort ég væri íslendingur! hahaha... íslendingar eru alls staðar í Köben.
Nema hvað þegar ég sótti fákinn, þá er hann hreinlega orðinn hastur, þeir hafa pumpað svo miklu lofti í dekkin að dempunin á hjólinu er orðin ENGIN! Ég hjólaði aðeins í rúmar 20 mínútur í hverfinu í dag (versus 40 mín aðra leiðina í skólann), og er aumari í rassinum núna en nokkru sinni.. veit ekki hvernig ég get tæklað þetta vandamál - ætli ég geti ekki hleypt lofti úr dekkjunum á einhvern einfaldan hátt? Annars halda slagsmálin um hjólastæðin áfram, ég er búin að fá formlega kvörtun yfir því hvernig ég legg hjólinu, svo ég verð þá bara að bíta í það súra epli að geta ekki fest hjólið við neitt sem er fast við jörðina - svo ef einhver vill stela hjólinu mínu þá er það orðið einstaklega auðvelt fyrir viðkomandi! En vinsælasta leiðin til að stela hjóli hér í borg, er víst að koma á sendiferðabíl eða pall-bíl og kippa bara hjólinu af götunni og henda því uppá vagninn - og senda allt lottið til Austur-Evrópu - eða svo hef ég heyrt.
Ef maður er með tryggingu í Danmörku og ákveðinn lás er maður svo tryggður fyrir því að hjólinu manns sé stolið - ég er með hvorugt. Önnur backup leið er að vera með stellnúmerið á hjólinu og skrá það hjá löggunni, því ef hjólið finnst og stellnúmerið á skrá hjá löggunni geta þeir komið hjólinu aftur til manns. Stellnúmerið á mínu hjóli er undir límmiða, sem er merktu brandi hjólsins, svo ég er heldur ekki með númerið á stellinu.
Annars talar fólk hérna í borg um það að það sé orðið alvöru Kaupmannahafnar-búar ef hjólinu þeirra sé stolið. Ef mínu yrði stolið, ætti ég þá að líta á það sem táknræn skilaboð frá borginni að hún sé að bjóða mig velkomna?
Nema hvað þegar ég sótti fákinn, þá er hann hreinlega orðinn hastur, þeir hafa pumpað svo miklu lofti í dekkin að dempunin á hjólinu er orðin ENGIN! Ég hjólaði aðeins í rúmar 20 mínútur í hverfinu í dag (versus 40 mín aðra leiðina í skólann), og er aumari í rassinum núna en nokkru sinni.. veit ekki hvernig ég get tæklað þetta vandamál - ætli ég geti ekki hleypt lofti úr dekkjunum á einhvern einfaldan hátt? Annars halda slagsmálin um hjólastæðin áfram, ég er búin að fá formlega kvörtun yfir því hvernig ég legg hjólinu, svo ég verð þá bara að bíta í það súra epli að geta ekki fest hjólið við neitt sem er fast við jörðina - svo ef einhver vill stela hjólinu mínu þá er það orðið einstaklega auðvelt fyrir viðkomandi! En vinsælasta leiðin til að stela hjóli hér í borg, er víst að koma á sendiferðabíl eða pall-bíl og kippa bara hjólinu af götunni og henda því uppá vagninn - og senda allt lottið til Austur-Evrópu - eða svo hef ég heyrt.
Ef maður er með tryggingu í Danmörku og ákveðinn lás er maður svo tryggður fyrir því að hjólinu manns sé stolið - ég er með hvorugt. Önnur backup leið er að vera með stellnúmerið á hjólinu og skrá það hjá löggunni, því ef hjólið finnst og stellnúmerið á skrá hjá löggunni geta þeir komið hjólinu aftur til manns. Stellnúmerið á mínu hjóli er undir límmiða, sem er merktu brandi hjólsins, svo ég er heldur ekki með númerið á stellinu.
Annars talar fólk hérna í borg um það að það sé orðið alvöru Kaupmannahafnar-búar ef hjólinu þeirra sé stolið. Ef mínu yrði stolið, ætti ég þá að líta á það sem táknræn skilaboð frá borginni að hún sé að bjóða mig velkomna?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli