..vaknaði ég í morgun og hugsaði með mér að þetta hjóla-líf væri kannski ekki svo slæmt. Dró frá glugganum og uppgvötaði að það verður orðið kolniðamyrkur kl. 7 á morgnana eftir 1-2 vikur, dró þá aðeins úr bjartsýninni. Þegar ég kom út á Amager Boulevard, þá tók annar downer við; mótvindur. Maður þurfti nánast ekki að bremsa á rauðu ljósi þar sem vindurinn stoppaði mann í sporunum. Ekkert á við íslenskt rok en það var töluvert erfiðara að hjóla í skólann í dag, svo ég segi ekki meira, var alveg á síðasta snúningi þegar ég kom í skólann. Langebro var samt erfiðust, hún er nú venjulega smá krefjandi - en í morgun jeremías, venjulega er svo skemmtilegra að koma niður brýrnar þar sem maður getur bara látið sig renna, en mótvindurinn í dag gerði manni það erfitt fyrir.
Vona bara að áttin breytist ekki áður en ég fer heim - en það var alveg á mörkunum að rigna í morgun - sé fram á að þurfa að dröslast með tvær töskur í skólann, aðra undir tölvuna og bækur, hina undir nýtt sett af fötum, vindfötum og regngalla... spennandi tímar framundan!
Vona bara að áttin breytist ekki áður en ég fer heim - en það var alveg á mörkunum að rigna í morgun - sé fram á að þurfa að dröslast með tvær töskur í skólann, aðra undir tölvuna og bækur, hina undir nýtt sett af fötum, vindfötum og regngalla... spennandi tímar framundan!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli