sunnudagur, 1. júní 2014

Síðasti dagurinn á sýklalyfjum

Jæja í dag er síðasti dagurinn á sýklalyfjum svo það verður spennandi að sjá hvernig ég verð næstu daga - annars er ég búin að finna hvernig ég er öll að koma til. Hingað til hefur tíminn milli 11 og 15 verið algjört hell fyrir mig, en þetta er heitasti tími dagsins og ég hef alltaf orðið rosalega dösuð og þreytt og allt að því svimað á þessum tíma sólahrings. Hvort sem ég hef verið að heimsækja hótel, úti að ganga eða í hádegismat með samstarfsfólkinu. Maginn er ekki alveg orðinn 100% ennþá - en ég vona að þau vandamál sem eru að hrjá hann núna séu auka-verkanir af sýklalyfjunum.. kemur allt í ljós á næstu dögum

Ég er svona smátt og smátt að sjóast í þessu öllu saman, og farin að geta svarað heilmörgum fyrirspurnum um hin ýmsu atriði, allt frá strætó-samgöngum, bæjar-nöfnum, markaðs-staðsetningum og svo mætti endalaust telja. Alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Er meðal annars búin að keyra bíl inní miðbæ Alanya í nokkra daga - jeremías hér eru sko engar reglur, enginn gefur stefnuljós og bílar keyra í tveimur röðum á vegbúta sem ég myndi í mesta falli segja að væri einn og hálfur vegar-helmingur heima á Íslandi. Í þessu keyri ég á hverjum degi og verð vonandi betri með hverjum deginum ;) Það er svo annað mál hvernig ökulagi mínu verður háttað þegar ég kem heim aftur eftir nokkra mánuði í þessum hrærigraut...
Þessa dagana er ég svo að ströggla við að rata á hótelin, svo ég er alltaf með kollega minn með mér til halds og trausts, en sá tími mun koma að ég þarf að taka á einhverju alveg á eigin vegum - þá verður nauðsynlegt að rata á hótelin. 

Í kvöld skellti ég mér svo á tónleika með einni skærustu stjörnu Tyrklands samtímans; Gulsen með tveimur stelpum úr vinnunni, það var alveg ljómandi skemmtilegt þótt að ég kannaðist bara við eitt laganna sem hún tók á tónleikunum... en engu að síður mjög skemmtilegt...

Svo er ég búin að finna rosalega fínar verlsanir inní miðbæ Alanya þar sem ég á örugglega eftir að reka trýnið inn við tækifæri.

Jæja ég ætla að skella mér í háttinn ... og ekki má gleyma því að nudda á mér mallakútinn

kv.
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli