fimmtudagur, 5. júní 2014

Fimmtudagur

Jæja fimmtudagur - komudagur,

ég var vöknuð kl. 01:00 í morgun, skutlaðist niðrá skrifstofu og skildi bílinn eftir og fékk far með rútu útá flugvöll. Í henni náði ég að dotta af og til á meðan mp3 spilari rútubílstjórans spilaði Tarkan lög non stop - hehe fannst það algjört æði :)
Tók svo á móti íslensku farþegunum, og fór með einni rútu í bæinn - og jeremías hvað það rigndi, fór svo heim og lagði mig í hálftíma - svo var ég rokin út í hótel-heimsóknir klukkan ellefu, og þá var komið sólskin. Kláraði þær um klukkan sjö, fékk mér svo kvöldmat á einu hótelinu og brunaði svo heim á bílnum. Það er svolítið sérstakt að vera að þvælast svona mikið ein, en mér finnst gaman að keyra og hlusta á útvarpið - sérstaklega þegar það gríska spilar tónlist... svo rekst ég nú líka mikið á skandinavíska kollega mína á flakkinu á milli hótelanna, svo það er bara gaman. Og allir íslensku gestirnir eru svo jákvæðir og í góðum gír - að það er ekkert nema yndislegt að hjálpa þeim og leiðbeina hvað er þess virði að sjá og hvar þau eigi að versla... Svo á morgun og á laugardag, þá verð ég á sama rúntinum á milli hótela - og það að ég skuli geta keyrt inní miðbæ Alanya - er ekkert smá stolt af mér og ég er farin að rata takk fyirr. Þetta er svo fyndið land til að vera að keyra í, það tekur enginn mark á rauðu ljósi við sérstakar kringumstæður, það eru hringtorg á milli akgreina - til að snúa við og þess háttar.. og það geta verið umferðarljós á þessum hringtorgum. Hér er algjört frumskógar-lögmál, enginn gefur stefnuljós, allir troða sér framfyrir alla, mótorhjól bætast svo við í mixið og ég get keyrt í þessu...  verð að klappa mér á öxlina fyrir það.. er bara frekar stolt af sjálfri mér - ef ég segi sjálf frá. 
Já og enginn virðist vita hver hámarks-hraðinn er á stóru vegunum fyrir utan bæinn - hvað þá í bænum. Ég held að hámarkshraðinn sé 90 úti á stóru vegunum, en allir keyra á að minnsta kosti 100 ef ekki 120... ósagt skal látið hversu hratt ég keyri.

Takk fyrir að kíkja við, verð svo að fara að vera duglegri að setja inn myndir með bloggunum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli