mánudagur, 16. júní 2014

You have got a turkish face - gærdagsins

Jæja held að ég sé búin að finna "gríska grænmetissalann" á Tyrklandi - það er kona sem vinnur í kryddverslun í fisk-markaðnum hinum megin við götuna. Ég fór þangað í gær í leit að oregano... ekki frásögu færandi, nema hvað hún heilsar mér og segir eitthvað á tyrknesku - hef ekki hugmynd um hvað... og svo segir hún: ,,you don't speak Turkish?" ég svara því neitandi - svarið hennar var: ,,you have got a Turkish face" svo segir hún að ég verði nú að reyna að læra eitthvað í tyrknesku - og fer að kenna mér einhver orð og frasa - sem ég fyrir mitt litla líf man ekki núna...  En þessi kona fær hér með status gríska grænmetissalans - sem ég hætti að eiga viðskipti við á Kassandrou í Þessalóníku, þar sem hann skammaði mig alltaf fyrir slaka frammistöðu í grísku í hvert skipti sem ég kom þangað..

Annars ætla ég að taka kílómetrastöðuna á bílnum á morgun, þegar ég fer í vinnuna og þegar ég kem heim - þetta er reyndar óvenju mikið þessa vikuna, ein tíu hótel, og það sem er lengst í burtu er í um 40 mínútna fjarlægð.. svo stór hluti af deginum er ég á rúntinum. Það hefur sína kosti og galla eins og allt... þarf að fara að koma á einhverri reglu varðandi hreyfingu - ætla að minnsta kosti að fara út í göngutúr annan hvern dag eftir vinnu, labbaði töluvert í gærkvöldi, og það var bara hressandi.. hehe sölustrákarnir eru þó hættir að kalla á mig, hehe búnir að fatta að ég er ekki túristi - þeir stoppa jú sjaldnast lengur en einn mánuð. Lennti samt í einum í gær - ég fór að leita að handklæðum handa múttu.. og stoppaði hjá einum, og þá byrjaði spurninga flóðið - hvaðan ertu? Þýskalandi? Hollandi? Ég var á þessum tímapunkti ekki í stuði fyrir þetta og sagði að það skipti engu ########## máli hvaðan ég væri... haha hann varð frekar hissa og fór eitthvað að væla í kollega sínum að ég væri reið við sig... 

Ég fann svo handklæði í gærkvöldi - ætla að fara að versla þau í kvöld, þar sem ég bað búðareigandann að taka þau frá fyrir mig ;)

Næsta vika lítur heldur betur út - ekki eins mörg hótel - allavega ekki ennþá - en það gæti alltaf breyst þar sem fólk er jú að versla ferðir alveg daginn fyrir brottför. 

Já og svo er ég búin að missa fjögur kíló síðan ég kom hingað, og það þrátt fyrir að hafa borðað McDonalds oftar en einu sinni í viku. Á tyrkneska matnum hef ég enga lyst samt, veit ekki af hverju, kebab finnst mér nú venjulega gott - en er í engu stuði fyrir það þessa dagana - myndi miklu frekar langa í gyros - sem er gríska útgáfan af kebab.. veit ekki hvaða bylgjulengd ég er á sko.. er alltaf að muna grísk orð, eins og takk og svoleiðis..en eins með matinn - þá er ég ekkert í neinum sérstökum gír til að læra tyrknesku orðin.. það hlýtur að koma ;)

Já og annað, ég sem var búin að sjá jógúrtina hérna fyrir mér í hyllingum - ó nei, hún er sko ekki eins hér og á grikklandi.. úff sko, hún er varla æt hérna skal ég segja ykkur og ekkert lík grísku jógúrtinni.

Jæja, farin að versla handklæði og reyna að prútta um verð...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli