fimmtudagur, 29. maí 2014

Gestirnir komnir

Nýjustu fréttir,

jæja ennþá fréttir frá tummy-land, ég fór jú í hamam um daginn, og það hjálpaði eitthvað, en ekki eins mikið og það átti að gera. Svo í gærdag gafst ég endanlega upp, fór í apótek í hvað tíunda skipti? Í þetta sinn í leit að samarin - skv. leiðbeiningum frá ma og sys... ekkert svoleiðis til - en töflur sem eiga að hjálpa við að losa gas úr maga, svo ég skellti mér á þær - þegar ég kom svo heim fékk ég einhverja banþanka eftir að hafa googlað lyfið, og mér fannst ekki sem lýsingarnar á verkunum væru það sem ég væri að leita að. Svo ég hringdi á læknastofu hér í bæ, og fékk upplýsingar um lyfið og hvort mér væri óhætt að taka það, jú ekkert mál, ég mátti taka þetta lyf og þar að auki í apótekinu keypti ég barna-nudd krem, sem á hvorki meira né minna en að minnka loft í maga... og ég er bara ekki frá því eftir því að hafa smurt því á mig í gærkvöldi og nuddað vel magann - að ég hafi bara vaknað einni stærð minni.... sömuleiðis er ég aftur farin að getað borðað meiri mat á daginn, ekki fulla skammta ennþá - en þetta er allt að mjakast í rétta átt guði sé lof. Get svarið það - ég varla borðaði neitt fyrir nokkrum dögum síðan.

Annað í fréttum er það helst að fyrsti íslenski hópurinn kom í dag - og ég fór að taka á móti þeim úti á flugvelli uppúr fimm í morgun. Til að kóróna allt svaf stelpu-greyið sem ætlaði að sækja mig yfir sig - en ég var blessunarlega komin með bílinn minn svo ég brunaði á rútu-pickupstaðinn, nema þá hafði eitthvað klúðrast að láta vita um að það ætti að sækja okkur. Svo við enduðum á því að keyra útá völl - já ig ég fæ minn eigin bíl til umráða til að hafa í vinnunni, frekar þægilegt. Ég er bara orðin nokkuð góð í að keyra skal ég segja ykkur, en á eftir að keyra inní miðbæ ennþá...  kannski á morgun. En rosalega fyndið að þegar ég er að keyra milli Alanya og Incekum - þá eru grískar útvarpsstöðvar í loftinu, enda ekki langt til kýpur - svo ég er alltaf komin hálfa leiðina til Grikklands þegar ég keyri á milli staða hérna.

Dagurinn gekk bara vonum framar, alllir íslensku gestirnir voru í frábæru skapi, og mér gekk bara mjög vel að halda svokallaða kynningarfundi í dag - fékk fullt af krefjandi spurningum frá gestunum, og get sko sagt ykkur að ég var farin að svitna á tímapunkti (maginn spilaði einhverja rullu þarna). Var þó alltaf með einhvern af skandinövunum með mér til að halda í höndina á - sem er algjört möst þar sem ég kann ekki að gera alla hluti ennþá - og veit ekki allt um allt - ennþá.

En jæja núna er klukkan að ganga tíu - og eftir svona langan dag, þar sem maginn á mér er ennþá í einhverju rugli veitir mér ekki af öllum þeim svefni sem ég kemst yfir - já og svo þarf ég að nudda á mér mallakútinn.

kv.
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli