miðvikudagur, 18. júní 2014

Fyrsta skoðunarferðin

Jæja er að fara með fyrsta hópinn í skoðunarferð í dag - pínu stressuð þar sem ég hef aldrei gert þetta áður - hef jú farið í ferðina og tekið glósur en ekki farið með hóp af fólki og verið sú eina að tala... vona að þetta gangi vel.

Annars er búið að opna youtube á Tyrklandi - ætlaði að reyna að setja inn video en núna get ég ekki loggað mig inn sem notanda!! Það er nú ekkert miðað við það að í morgun náði ég engri net-tengingu.. og það þegar ég á eftir að prenta út textann sem ég ætla að styðjast við í skoðunarferðinni - ekki góð byrjun á deginum... vonum að dagurinn verði betri!

Ps. keyrði um 89 km í gær...

2 ummæli:

  1. Sælar skvís

    bara að skilja eftir spor.... er allt of löt við það en er þó samt búin að lesa allt og sumt x2 ;)

    Haltu áfram að hafa það gott, og plííííís fleiri myndir ;)

    kv Sigga (öfundsjúka sem langar svo ut...)

    SvaraEyða
  2. Ég elska spor ;) Ég er að vinna í myndamálinu - setti nokkrar myndir inná facebook áðan - ég lofa að vera svo duglegri að setja inn myndir ;) Síminn er as we speak að reyna að uploada myndbandi.. sem ég vona svo sannarlega að komist inn...

    SvaraEyða