mánudagur, 30. júní 2014

Du er ikke norsk - du er sigøyner

Ég sem hélt að ég hefði gert alveg svaðaleg kaup á plastveskinu um daginn á 55 tyrkneskar lírur - þessu sem ég laug því að ég væri rúmönsk til að fá betri díl! Lennti samt í smá bobba er ég vissi ekkert um Rúmeníu né hafði nafn - hér eftir heiti ég Alina ef ég verð rúmönsk aftur! Hef lúmskt gaman af því að atast í sölumönnunum hérna - í kvöld var ég eina stundina frá Færeyjum, hina stundina frá Búlgaríu, Hollandi eða Noregi.. 
Ég dreif mig sem sagt út í kvöld, komin með nóg af því að vera of þreytt heima til að fara út á kvöldin - svo ég dressaði mig upp - allt sem er ekki uniform þessa dagana er að dressa mig upp ;) Og ég af stað í búðarleiðangur - mission: finna tveggja hæða skartgripabúðina í leit að armbandi í líkingu við það sem mamma á - hún fannst, nema hvað þeir gáfu upp verð sem var 20 þúsundum dýrara heldur en fyrir sama armband annars staðar - no way Jose... já og hitti svo tyrkneskan-spænskan sölumann sem vildi endilega bjóða mér út eitthvert kvöldið - nema hann talaði enga spænsku.. en norsku talaði hann þar sem hann á/átti heima þar. Ég sagðist fara út með honum ef hann fyndi veski sem ég er búin að leita að dyrum og dyngjum hérna... af hverju er eina designer veskið sem mig langar í ekki til hérna? Ég held að ég panti það bara online!! 
Rak svo inn nefið í eina mjög flotta töskubúð rétt eftir miðnætti, þar ákvað ég í skyndi að ég væri norsk... ég spurði sölumanninn hvort hann ætti þessa týpu af veski sem ég var að leita að - það var ekki raunin, en hann átti aðra týpu eftir sama hönnuð - ekta leður og mjög vandað veski skal ég segja ykkur. Þar sem ég var síðasti viðskiptavinur dagsins og síðasti viðskiptavinurinn væri alltaf besti viðskiptavinurinn fengi ég sérstakan díl - þetta veski ætti venjulega að kosta 400 lírur ( 21.000 ISK) en ég fengi það á 100 lírur (5300 ISK) ég fer eitthvað að velta þessu fyrir mér og kíki í seðlaveskið mitt, þar er ég bara með 75 lírur í reiðufé... svo ég rétti honum veskið til baka og segist bara vera með 60 lírur - hann segir no problem you can pay with card - þar laug ég enn eina ferðina - að ekki væri ég með neitt kort... og labba útúr búðinni - hann segir no no, show me.. og átti þá við peninginn, og ég næ óvart í allan peninginn - og hann sér það haha.. og segir 75 ok - ég bara nei, áðan var það ok á 60 og labba aftur útúr búðinni... nei kallar hann á eftir mér ok ok 60 liras... svo segir hann við mig; ,,Du er ikke norsk - du er sigøyner" ég rek upp þennan líka rosalega hlátur að honum verður nánast bylt við - og spyr mig hvort ég viti hvað sigøyner sé? Jú jú segi ég; gypsy... og held áfram að hlæja að þessu öllu saman, hann tekur skellihlæjandi við lírunum 60 (3200 ISK) og ég fæ þennan líka fína innkaupapoka og rykpoka utan um veskið! Svo mamma fær veski þegar ég kem heim ;) 
Til að setja þetta í samhengi, þá eru 59 lírur settar á litla leður-buddu í búðunum hérna, það er fyrir prútt.
Ég gekk svo skælbrosandi heim til mín... hæstánægð með innkaupin og nýjasta titilinn; sígauni!

kv.
Elín Gypsy B.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli