Ég er orðin frekar pirruð eitthvað þessa dagana, viðgerðarmaðurinn er ennþá ekki búinn að koma og gera við loftkælinguna sem pissar á borðstofuborðið ef hún er nógu lengi í gangi. Sturtan er núna líka biluð - og basicly ónothæf - svo maður verður að krjúpa undir krananum til að baða sig þessa dagana - sjónvarpið er líka ennþá bilað - og það er búið að vera bilað síðan ég kom hingað - vantar smá stykki á snúruna - það er nú öll bilunin. Viðgerðarmaður kom loksins á fimmtudaginn, en þá kom hann bara til að SKOÐA hvað var bilað - svo ætlaði hann að koma á föstudaginn - en því var aftur frestað fram á mánudag - svo ég held að það sé raunhæft að áætla að hann komi á föstudaginn í næstu viku.
Merkilegt með tyrkina, þeir mæta klukkutíma of seint í vinnuna, svara ekki símanum - og það þykir allt hið eðlilegasta mál...
Komst loksins með bílinn í þvott í dag - þar sem starfsfólkið talaði þýsku takk fyrir - ég tala ekki þýsku - svo ég opnaði hurðina á bílnum og sagði hayir (nei) - og klappaði honum að utan og sagi evet (já). Orðaforðinn minn í tyrkneskunni er ekki mikið meira en það - svo byrjaði annað vesen þegar ég reyndi að útskýra fyrir honum að ég vildi fá kvittun - er samt byrjuð á tyrknesku-námskeiðinu - er bara svo sjaldan í stuði að kíkja á það þegar ég kem heim úr vinnunni sem er oft í kringum klukkan átta á kvöldin.. og þá á ég stundum eftir að borða kvöldmat. Svo nei.. er samt loksins komin í stuð til að kíkja í búðir - nema það er það sama með þær og námskeiðið - ég nenni ekki að fara út þegar ég er komin heim á kvöldin - ps núna er klukkan ellefu - og ég er ennþá í uniforminu - útskvettu eftir tillitslausa eldhúskranann... því það skvettist nánast jafn mikið útúr vaskinum og á það sem maður er að vaska upp. Fengum svo ryksuguna (við deilum einni ryksugu) en komumst þá að því að pokinn er smekkfullur - og enginn á poka í gripinn.... just my luck
Keypti samt tvö naglalökk í dag - strax byrjað að kvíða fyrir hvað ég kem til með að burðast með mörg kíló heim - held að ég fari bara að senda pakka heim með dóti sem ég er búin að kaupa og veit að ég kem ekki til með að nota meðan ég er hérna úti. Fyrst í póst: djammföt - því ekki nenni ég því heldur...
Held að ég þurfi á útrás að halda... þar sem ég sef svo illa hérna og er alltaf vöknuð um klukkan sex á morgnana - þá er spurning að fara í morgungöngu í fyrramálið? Djöfullinn, búðirnar eru ekki opnar svo snemma - svo ég get ekki slegið tvær flugur í einu höggi þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli