laugardagur, 14. júní 2014

Íslenska tyrkjaguddan

Í dag sá ég í fyrsta skipti tvo einstaklinga á vespu þar sem báðir einstaklingarnir á vespunni voru með hjálm - og að sjálfsögðu voru það túristar. Ef maður sér tyrki á vespu, þá er annar aðilinn í mesta lagi með hjálm, og þá er það alltaf karlmaðurinn sem keyrir vespuna, en konan sem situr aftan á - jafnvel eins og í söðli er bara með slæðu.

Lögleysan hérna hefur þó sína kosti, það má leggja nánast alls staðar í skemmri tíma, og þar með talið úti á götu, svo framarlega sem þú setur neyðarljósin á ;) Það var notað í dag - þegar ég skaust inní búð að kaupa viskustykki....

Fékk svo í fyrsta skipti í dag nokkur tækifæri til að hamast á bílflautunni - og það var notað óspart skal ég segja ykkur.. og hvernig þeir keyra, ohh my fucking god, ótrúlega oft á tveimur akgreinum og fólk kippir sér ekkert upp við það!

Er svo loksins í fríi á morgun, keypti meiri sólarvörn í dag - ætla samt ennþá að halda mig við spf 30 - er samt ennþá eitthvað furðuleg í maganum. Hringdi í læknavakt, hvort ég gæti ekki farið í sónar hjá þeim - en það er ekki hægt, svo ég yrði að fara aftur á spítalann til að fá svoleiðis - en ég vil bara vita hvort öll bólga sé farin og allt í góðu lagi - því mér líður ekki allt í lagi, því miður... magavandamál eru ekki skemmtileg... ohh... pirr kannski ég tali beint við lækninn sem rekur læknavaktina?

Já og tveir hótelstarfsmenn í dag héldu að ég væri tyrknesk - hvað í andskotanum er þetta eiginlega? Ég bað einn um lista í lobbýinu á ensku, og þá spurði hann hvort ég talaði ekki tyrknesku - nei sagði ég og spurði hvort hann talaði ekki íslensku,e eftir smá grettu sagði hann að ég liti út fyrir að vera tyrknesk, nei sagði ég og sagðist vera 100% íslensk... hann vildi nú ekki trúa því.
Svipað gerðist svo á öðru hóteli í dag - þegar starfsmaður fer að babbla við mig á tyrknesku og ég bara ha what? Oh.. you look turkish.. where are you from - og ég sagði honum það - viðbrögðin voru; herregud.Svo finnst mér tyrkneskar stelpur sem ég hef séð ekki einu sinni vera sætar.... svo ég veit ekki hvað mér á að finnast um þetta - hui (ojbara á finnsku).

Úff en hvað fimmtudagurinn var erfiður, jeremías minn, byrjaði á því að rífast í Ásgeiri Kolbeins jr. yfir því að hann hafði ekki vaskað upp í 5 daga, hann tók svo posann minn með sér í vinnuna, og svona vatt dagurinn uppá sig, eitt vandamálið og misskilningurinn rak hver annan... jeremías - guð hvað ég var fegin þegar þeim deginum lauk - og hann kemur aldrei aftur.

Kveðjur úr 32 gráðum,
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli