föstudagur, 13. júní 2014

Tyrkland í hnotskurn

hvað maður getur dæst stundum yfir menningunni hérna - og þá aðalega umferðarmenningunni! Jeremías sko, fólk svínar á mann úr öllum áttum, og ég er farin að verða ansi agressíf sjálf - ekki að svína, en að koma í veg fyrir að fólk sé að svína á mig eða troða sér framfyrir mig í umferðinni.

Í dag sá ég svo lögreglumann tala í símann (án handfrjáls búnaðar) við akstur... svona er ástandið soldið hérna. Eða eins og ein samstarfskona mín segir mjög gjarnan í umferðinni:
Oh my fucking god...
Maður er ótrúlega fljótur að pikka upp ýmsa takta skandinavanna sem eru í kringum mann, ein sænsk stelpa segir til dæmis ótrúlega oft; ,,jaa.." come on jaa.. og þar fram eftir götunum, og eftir að hafa rúntað með henni um götur borgarinnar nokkra daga í röð var ég alveg komin með jaa.. á tungubroddinn. Svo ekki vera hissa ef ég kem heim með einhverja nýja ,,slagara" í farteskinu.

Annars eldaði ég í fyrsta skipti eftir að ég kom hingað í dag - haha tók alveg mánuð. Held að það sé merki um það að mér sé að batna, svo var ég reyndar búin óvenju snemma í vinnunni í dag - eða klukkan 18.10 - og bara 20 mínútna rúntur inní bæ, svo á skrifstofuna að græja örfáa hluti þar og svo var ég í mega-stuði til að fara í súpermarkaðinn. Ætlaði nú að kaupa einhvern instant mat - en það var fátt um fína drætti í þeirri deildinni.. svo eftir nokkra rúnta um búðina þá datt mér í hug að búa til túnfisks-pasta, svo ég keypti allt hráefnið í það... á nokkrum stöðum samt, hvítlaukinn keypti ég hjá grænmetissala við hliðina á súpermarkaðnum - og þar var hægt að kaupa bara einn hvítlauk - hann er samt töluvert stærri heldur en þessir sem eru alla jafna seldir heima - svo fór ég á fiskmarkaðinn að leita að sveppum - þar sem það voru of margir sveppir seldir saman í súpermarkaðnum. Keypti svo líka facial skrub og 8 lítra af vatni.. það var nú aðalega útaf því að þetta var á indirim - eða afslætti ;) Þið vitið hvað ég elska það... en 2 lírur 75 cent? fyrir 8 lítra af vatni, þegar hálfs-lítra flaska er seld á eina líru útí í sjoppu - en rak mig nú reyndar á það í dag - að þegar ég kem lengra frá miðbænum - þá kostar hálfs lítra vatnsflaska allt í einu bara hálfa líru. Það er soldið magnað, annars megum við fararstjórarnir á mörgum hótelanna grípa okkur vatnsflösku þegar við erum þar í service, enda höfum við oft ansi tæpan tíma til að skjótast í búð og kaupa okkur eitthvað. Ég lennti t.d. í smá auka stússi í dag í hádegishléinu mínu, svo ég hafði ekki tíma til að kaupa mér eitthvað að borða - svo ég stökk inní bakarí - nánast meðan ég beið á rauðu ljósi og greip eina brauðvefju með osti innan í, eitt lítið simit og kók - það var svo borðað í bílnum á rauðum ljósum..


Simit - mynd fengin að láni héðan

Þið hefðuð átt að sjá svipinn á Ásgeiri Kolbeins jr. þegar ég var búin að elda - hann var hinn sárasti, og spurði mig af hverju ég hefði ekki gert svona áður, honum fyndist sveppir og túnfiskur góður - og hvaða bull þetta hefði verið að ég kynni ekki að elda - og endaði svo á því að smakka afraksturinn og segja að þetta væri "fucking good"

Ps. fékk smá afbrýðisemiskast í dag þegar ég sá kolbrúna íslenska stelpu sem er búin að liggja í sólbaði í rúma viku - ég er bara með smá lit... er svo mikið inni á hótelum, bið bara um sól á sunnudaginn svo ég komist í það að tana - annars kom Ásgeir eldrauður heim af ströndinni í dag þar sem hann notaði enga sólarvörn og Annika - teamleaderinn var líka pínu rauð eftir fjóra tíma við sundlaugina í dag - mig langar ekkert í roðann... en smá meiri lit væri ég alveg til í ;) Þarf að kaupa meiri sólarvörn við tækifæri - tími ekki að nota prodermið við sundlaugina þegar maður þarf að setja aftur vörn og aftur og aftur.. svo er proderm svo þægilegt í vinnuna, það endist svo lengi í einu - og fötin verða ekki klístruð af því ;)

Takk fyrir innlitið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli