Jæja það sem ég er búin að kvíða fyrir allan þann tíma sem ég hef verið að keyra hérna - þá tókst mér að rispa bílinn um daginn, ekkert svakalegt, smá stuðara-nudd við brettið hjá dekkinu á bínum bíl - svartur plast-stuðari á hinum bílnum utan í hvítann bílinn hjá mér - sem betur fer sást ekkert á hinum bílnum. Ég misreiknaði bara svona rýmið sem ég hafði til að koma mér útúr stæðinu, og enginn gefur manni séns hérna... vá hvað ég finn hvað ég verð hræðilegur ökumaður þegar ég kem heim.
Annars er svosem ekki ýkja mikið í fréttum, dagarnir ganga hérna fyrir sig hver á fætur öðrum, og í næstu viku er kominn júlí - shit fokk shit, er ég búin að vera hérna í einn og hálfan mánuð?? Ég verð nú að viðurkenna að ég var soldið mikið úr sambandi fyrsta mánuðinn - ætli það sé ekki hægt að skrifa það á kúltúr-sjokk?? Álag sem fylgir því að byrja í nýrri vinnu, læra nýja vinnuferla og svo framvegis? Já og veikindi.. kílóin sem ég missti ættu þó að koma fljótt aftur því ég er í einstaklega miklu stuði fyrir McDonalds þessa dagana sem og snickers súkkulaði - held bara að ég sé að borða of lítið samt, borða venjulega ávöxt/kirsuber og jógúrt í morgunmat - svo borða ég venjulega hádegismat eftir klukkan eitt þar sem ég er ekki laus frá vinnu fyrr en þá - og þá svo ógeðslega svöng, og mjög mismunandi hvað ég fæ mér, stundum skýst ég í hlaðborðin á hótelunum, en það er venjulega lítið af kjöt-meti í boði í þeim - svo ég verð fljótt svöng aftur og kemst svo ekki í kvöldmat fyrr en um klukkan átta..
Jú kíkti á dans-sýningu í gærkvöldi, var samt svo þreytt eftir vinnuna að það að halda mér vakandi til að ganga tólf var alveg effort! Hún var samt vel þess virði að sjá
Þeir sem vilja koma í miðbæjarröllt og chatt með mér þá getið þið skoðað þetta:
Tata - ég hlóð þessu upp með símanum mínum - takk apple
Takk fyrir að kíkja við
Engin ummæli:
Skrifa ummæli