mánudagur, 23. júní 2014

Tónleika-updeit

Tónleikarnir með Sezen voru æðislegir, þeir voru haldnir í einskonar úti-hringleikahúsi... kannaðist við nokkrar ballöðurnar hennar - setti video inná instagram - svo allir ættu að geta kíkt á það.
Í kvöld skellti ég mér svo á danskan klúbb hér í jaðri bæjarins: Palm beach - ocean club Alanya - en þar voru haldnir tónleikar með Outlandish í kvöld - og það er fullt af dönskum stjörnum væntanlegar í sumar, svo maður fer nú örugglega aftur þangað ;)
Það hefur ýmsa kosti í för með sér að vera fararstjóri, til dæmis var ég svo á rölltinu í leit að hádegismat, og stoppaði við einn veitingastaðinn sem auglýsti margaritu pizzu og gos á 20 lírur.. þegar afgreiðslumaðurinn gefur mig að sér og ég spyr hann útí þetta - þá segir hann - hey þú ert fararstjóri (var í uniforminu - svo það fór ekkert á milli mála) og ég fengi afslátt. Inni á staðnum sá ég svo tvo aðra fararstjóra sem starfa innan sömu móður-keðju og eru með skrifstofu í sömu byggingu og við, svo ég spurði þær hvort ég mætti ekki bara sitja hjá þeim - og jú jú ekki málið. Hjá þeim komst ég að því að við gætum farið á þessa tónleika með Outlandish - svo ég stoppaði bara á Palm beach á leiðinni heim úr síðustu hótel-heimsókninni :) Það var ljómandi skemmtilegt að spjalla við þær, önnur var búin að vinna fyrir keðjuna í fimm ár og hin í tvö. Báðar höfðu verið á Krít eitt sumar, önnur hafði svo farið til Egyptalands, Tenerife, Gran Canaria og núna Tyrklands. Vá að geta unnið fyrir skrifstofu sem selur ferðir allt árið - er auðvitað geðveikt!! Og þessi sem hafði verið á öllum þessum mismunandi stöðum, hafði gert það viljandi, eða óskað eftir því að fá mismunandi áfangastaði!!

Spurning hvort maður ætti að leggja tyrkneskunámskeiðið frá sér sem ég byrjaði á um helgina - og taka upp sænsku-námskeið?

þangað til næst
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli