fimmtudagur, 19. júní 2014

Viljið þið koma með mér í bíltúr?

Tékkið þá á þessu hér

Vona að þetta virki - þetta var hálfann daginn að uplodast - en ég get svo ekki skoðað þetta í "mínu landi" skv. youtube.

Annars vaknaði ég við það í nótt að það var verið að éta mig - moskítóflugur.. þær bitu mig á þremur stöðum í andlitinu og á sitt hvorri hendinni, á puttanum og í hliðinni á lófanum - vá hvað ég er pirruð!! Svo á leiðinni heim í kvöld var ég svo bitin nánast ofan í eitt bitið á andlitinu - svo núna er ég með horn á hausnum...

Gat nú verið - þær vildu ekki éta mig meðan ég var veik - en ég er loksins orðin 100% skal ég segja ykkur - komin með fulla matarlyst, og ef ég er bara ekki búin að éta kílóin á mig aftur sem hrundu af mér - með snakki og snickers! Ja bara eitt af hvoru samt

Það eru svo tónleikar með Sezen Aksu á sunnudagskvöldið - einni skærustu pop söngkonu Tyrklands - og ég er barasta að hugsa um að skella mér. Ein finnsk stelpa ætlar kannski að koma með mér.. væri nú skemmtilegra að fara ekki ein :s Þyrftum samt helst túlk til að fara með okkur - því Berat segir að hún sé svo lúmskt fyndin, og skemmti fólki á milli laga - en það á allt eftir að fara fyrir ofan garð og neðan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli