Veit samt ekki hvernig fer með sólbaðið - þar sem það er búið að vera skýjað síðustu tvo daga - og því er spáð áfram... spurning hvort ég rífi mig út eldsnemma í fyrramálið og fari í 2ja tíma rútuferð að mollast í Antalya? Búin að finna upplýsingar um outlet moll líka... það hefur nú visst aðdráttarafl.
Hver veit.. annars er búið að vera crazy langur dagur í dag... og hann lengist bara og lengist - er núna að undirbúa leiðsögn þar sem stendur jafnvel til að ég fái að guida í uppáhaldsferðinni minni, þar sem kastalinn er heimsóttur, soldið sögu-legs og fornleifafræðilegs eðlis - ekta fyrir mig.
Vona samt að það verði sól á morgun, langar bara að leggjast niður á bekk og slappa af við sundlaugina....
Annars eru strákarnir í skoðunarferðadeildinni hæst-ánægðir með mig og titluðu mig bestu manneskjuna með posann í dag. Er búin að heyra frá samstarfsfólki mínu að þessir posar eru til einhverra vandræða - en ég virðist bara hafa fengið svona gott eintak og hann hefur bara einu sinni verið með einhverja stæla, og kannski hjálpar það eitthvað líka að þetta er sama tegund af posa og við notum á hótelinu.. nema þessi er á tyrknesku...so far so good með þennan posa ;)
Búin að þvo eina vél af dökkum uniform-fötum, svo það er komið upp til þerringar, svo ég er að hugsa um að fara að sofa og vakna hress í fyrramálið - hvað svo ég tek mér fyrir hendur á morgun... það er önnur ella
Hafið það gott kæru vinir,
kv.
Elín
Engin ummæli:
Skrifa ummæli