miðvikudagur, 4. júní 2014

Ég elska miðvikudaga

Ef allir miðvikudagar verða svona - ohh...  en ljúft!!

Vaknaði reyndar súper-snemma þar sem maginn á mér er vaknaður löngu á undan hausnum á mér.. allavega - ég ætla ekki að kvarta yfir því að fara á klósettið eftir allt það sem er búið að ganga á. Ég byrjaði svo vinnudaginn á því að fara niðrá skrifstofu og ganga frá nokkrum málum þar, ganga frá sölu á ferðum og leggja inn kostnaðar-skýrslu, og þegar það er búið að samþykkja hana þá fæ ég endurgreitt, er nú þegar búin að fá endurgreitt fyrir kostnaðinn við vísa-umsóknina og kostnaðinn við að senda vegabréfið til Noregs.
Svo kvaddi ég farþegana sem voru að fara heim í hádeginu - svo ég hoppaði uppí tvær rútur og var með einskonar kveðju-ávarp/ræðu og í annarri rútunni klöppuðu gestirnir þegar ég var búin að tala. Vá hvað það var frábært..
Fór svo í hádegismat með samstarfsfólki mínu og lækninum á læknastofunni sem við erum í samvinnu við - en þá er algengt að starta seasonið með slíkum hádegismat, nema hvað þessi fundur var óvenju seint á tímabilinu, svo ég fékk tækifæri til að vera með.
Stelpurnar (eiginlega bara stelpur sem vinna sem guide hérna) tóku svo að sér að skjótast á hótelin og bæta við upplýsingum um heimsóknartímana mína á hótelunum, svo ég var bara off for the day - þar sem ég er að fara að sækja farþega útá völl í fyrramálið og þarf að vakna um kl. 01:00 í nótt og taka rútu 02:30 - og verð svo komin útá flugvöll um 05:00, vélin á svo að lenda um 05:20.
Þar sem ég var laus frá vinnu það sem eftir var dags hennti ég í þvottavélina og ákvað að skella mér í mollið í Alanya sem heitir Alanyum - og er örlítið stærra en Fjörðurinn í Hafnarfirði. Hafði aldrei farið þangað áður og íslendingarnir oft að spyrja hvað er hægt að fá þar, svo ég tók dolmus þangað í rannsóknarleiðangur - get nú ekki sagt að ég hafi verslað neitt, nema eitthvað smotterí matarkyns, vatn og litla dollu af sólarvörn til að hafa í bakpokanum - algjör snilld að geta keypt svona litla kremdollu, og svo er ég líka með litla dollu af anti-moskito sprayi. Miklu léttara að hafa þetta í bakpokanum heldur en fulla stærð - nógu þungur er bakpokinn anyway! Já talandi um - þarf að kaupa mér einhverja lyklakippu til að setja á bakpokann - allir guidarnir eru með eins svarta bakpoka og mjög auðvelt að rugla saman hver á hvaða... svo ég verð að fá eitthvað svona dót á bakpokann til að þekkja hann strax.

Jæja ætla að fara að bursta tennurnar og leggja mig fyrir flugvallar-duty.

Ps. var ég búin að segja ykkur að það er lokað fyrir youtube á Tyrklandi? En það virkar í appinu á símanum... weird

Engin ummæli:

Skrifa ummæli