Jæja ég skellti mér í moll-ferð til Antalya í gær,
byrjaði daginn á því að taka taxa á otogar - eða rútustöðina, tók svo rútu til Antalya, sem tók rúma 2 tíma, og fékk ég að fara af við Deepo outlet mollið, þar var ég svo vafrandi til klukkan fjögur - þegar ókeypis rúta fór úr Deepo og yfir í Terra city... sem er risastórt moll með Gap, Zöru, Zara home, Bershka, Stradivarius, Pull and bear, Tally Weil, GNC, LC Waikiki, Mavi, Sephora og flullt af fleiri búðum.
Ég keypti nú ekki mikið, en eitthvað smotterí samt:
Maxi pils á 15 lírur - rúmar 800 ISK
Augnskuggapalletu á 12 lírur - 660 ISK
Topp á 60 lírur - 3300 ISK
Flax seed oil og fiski-olíu á 100 lírur - 5500 ISK
Samtals eyddi ég svo 58 lírum í rútur, dolmus og leigubíla- eða 3190 ISK en fyndið hvað mælikvarðinn breytist hérna, ég borgaði 10 lírur fyrir leigubíl í Alanya á rútustöðina, en að taka leigubíl á milli mollanna, eða frá Terra city og á rútustöðina hefði kostað um 50 lírur eða 2750 ISK og fannst það sko dýrt - og endaði á því að taka dolmus á 2 lírur - 110 ISK - nema hvað dolmus ferðin tók tæpar 50 mínútur, og leigubíllinn hefði kannski tekið 20-25 mínútur.
Núna er allt miðað við það að geisladiskur kostar 20 lírur - eða 1100 ISK, og fékk ég vægt sjokk þegar ég fór með samstarfsfólki mínu á einn vinsælasta barinn hér í bæ og þar kostar drykkurinn 35 lírur eða 1925 ISK, eða tæpa 2 geisladiska, og 50 líru leigubílaferð er alveg tveir og hálfur geisladiskur!!
Jæja nóg um tyrkneska hagfræði..
ps. bætti við mynd inná spítala-póstinn - svo má nú alveg kommenta kæra fólk.
Komment! ;) Það er nú aldeilis sem þú náðir að gera góð kaup. Hugsaðu þér hvað taxi í 20-25 mínútur hefði kostað hérna á Íslandi. ;)
SvaraEyðaJá hér er svo annað komment ;) Alltaf gaman að lesa bloggið þitt en ég bíð spennt eftir feiri myndum ;) Vildi svo að ég væri á þessu flakki með þér... góða skemmtun og halltu áfram að eyða svolítið ;) ;)
SvaraEyðakv Sigga Þ