þriðjudagur, 1. júlí 2014

Einu bónorði seinna...

..það er alltaf eitthvað að gerast hérna á hverjum degi skal ég segja ykkur!

Gleymdi samt að segja ykkur frá því um daginn þegar einhver sölumaðurinn reyndi að selja mér veski sem var úr þykku plasti, og hann sagði að það væri kjúklingaleður! Come on - I was not born yesterday. Ég hef séð kjúklingaleður, það er mjög þunnt og mjög mjúkt - þetta rusl sem hann reyndi að selja mér var stíft plast, svo í annari búð sýndi sölumaður mér eins veski og sagði að þetta væri plast - svo case closed!! Meiri kjánarnir þessir sölumenn hérna...

Ramadan byrjaði á laugardaginn, og hef hitt nokkra sölumenn sem segjast vera að fasta, og ég verði að koma í heimsókn eftir klukkan átta svo ég geti fengið mér te með þeim... samt sagði einn local guidinn mér að hérna væri eiginlega enginn að fasta. Hef nú samt hitt afskaplega marga sölumenn seinustu tvo daga.. en ég fékk algjört ógeð af því að liggja í sólbaði í dag - náði samt tveimur tímum fyrir hádegi, og náði að grúska aðeins í tyrkneskunni.. ætlaði nú jafnvel á ströndina, þar sem ég hef ekkert farið á hana síðan ég kom hingað :( en það er eins og svo margt annað sem bíður betri tíma.

Svo ég fór í banka-leiðangur. Ég átti 6 milljónir af gömlum lírum (bara tveir seðlar samt) - og var ég búin að fá upplýsingar um að ég yrði að skipta þeim í ákveðnum banka, svo ég röllti í hann í dag. Var alveg heljarinnar labb á heitasta tíma dagsins, enda held ég að ég hafi drukkið 2 lítra af vatni í þessu banka og búðar-rápi mínu í dag. Kíkti líka í snyrtivörubúð - finnst að ég verði að kaupa mér eitthvað hér í landi... það eru alveg 3 tyrknesk merki, ég er búin að kaupa augnskugga frá Pastel, nokkur naglalökk frá Golden Rose (það er selt heima líka held ég) og svo er flormar (sem er held ég líka komið heim). Svo er eitt franskt merki sem er töluvert dýrara en öll hin... er farin að hallast að kinnalit.

Keypti svo slatta í dag, nokkra stuttermaboli á frændur mína - svo fleiri en mútta verða leyst út með gjöfum, lét svo pranga inná mig stuttbuxum (gat ekki sagt nei við hollister jogging stuttbuxum á 1000 ISK - hefði getað fegnið addidas seinna á 800 ISK - en hef takmarkað notagildi fyrir fjöldann allan af stuttbuxum). Það að labba í burtu og þykjast ekki vilja vöruna er alveg að virka - verð að muna að nota það oftar. Keypti mér svo hollister stuttermabol sem ég get notað heima.. reyndar soldið sumar-neon legur, en ætla ekki að kaupa hlýraboli, er með nóg af þeim hér og ekki er sólin að sýna sig heima. Lennti svo á tveimur mjög creepy sölumönnum, verst að ég geng framhjá öðrum þeirra alltaf er ég fer niðrí bæ, gæti þurft að finna aðra gönguleið! Hann ætlaði bara að giftast mér - eftir miklar yfirlýsingar um hvað hann væri hrifinn af Íslandi og allt væri svo afslappað þar - ég leiðrétti hann nú þar og sagði að allir væru í lífsgæða-kapphlaupi og hann gæti þurft að setjast að í ensku þorpi - þá átti ég að giftast honum og flytja með honum í sveitaþorp - ég var ekki lengi að rjúka útúr þeirri búðinni get ég sagt ykkur. Annar var bara hundleiðinlegur, mig langaði í galla-stuttbuxur - og hann var með flotta týpu, svo ég máta, nema buxurnar eru of þröngar yfir lærin á mér... ég þurfti actually að rífast við hann að mig langaði ekki í þessar buxur þar sem þær pössuðu ekki - nei hann spurði aftur og aftur hvað ég vildi borga fyrir þær! Vá hvað það fauk í mig.. það er eins og sumir skilji ekki nei!
Svo hitti ég ítalsk, og tyrknesk-ættaðann skósala sem fannst skórnir mínir ljótir og ætlaði að selja mér fake nike free, nei takk sagði ég og sagðist ekki ætla að kaupa eitthvað rusl sem væri vont að labba í - hann gólaði á eftir mér í nánast 10 metra fjarlægð. Fjárfesti svo í nýju símahulstri á 500 ISK - ekkert svakalega merkilegt, en með því skárra sem ég hef séð á þessu verði - þar til ég panta mér eitthvað frá Kína :)
Einn sölumaðurinn var svo actually armenilegur, ekki uppáþrengjandi og raunverulega kammó! Fékk engin bónorð, viðreynslur eða annað bull - svo það var actually skemmtilegt að tala við hann! Ég sem var farin að halda að ég yrði að kaupa mér hring sem liti út eins og giftingarhringur svo ég yrði látin í friði.
En pabbi þessa áðurnefnds búðareiganda (the normal one) er búinn að vera með sömu búð á sama stað í yfir 15 ár, og mikið af sömu viðskiptavinunum koma ár eftir ár að versla, og hann gaf mér upp sanngjarnt verð strax í byrjun og sagðist ekki nenna að standa í prútt-leik eins og svo margir aðrir (ég lækkaði nú verðið samt um 5 lírur bara uppá prinsipp). Talaði við hann í örugglega hálftíma um ferðamennsku á Tyrklandi, fastakúnnana hans sem eiga íbúðir á svæðinu og vörurnar sem hann var með á boðstólnum - hvort ég vildi ekki endilega fá mér gallabuxur, hann væri með 200 módel, ég sagði að ég ætti eitthvað ámóta til heima, haha... og hann nefndi ekki gallabuxur einu orði eftir það, ég má svo koma hvenær sem er í te-drykkju hjá honum, þó það sé bara til að spjalla og ekki að versla - er ég búin að eignast fyrsta vininn hér í landi? (ja fyrir utan Berat sem ég kynntist á couchsurf, og hitti fyrst á Íslandi - svo það telst ekki með)
Ég læt ykkur vita...
Svo er það bara aftur í vinnuna á morgun as usual - en síðustu dagar hafa bara verið góðir...

Vona að þið hafið það gott heima og það sé hætt að rigna

Bestu kveðjur úr sólinni

Engin ummæli:

Skrifa ummæli