Það er svo mikið búið að gerast síðan ég kom hingað, það vantar bara fjóra daga uppá að ég sé búin að vera hérna í mánuð! Pælið í því.... mikill tími og orka er búið að fara í það að koma mér inní hlutina hérna og svo tóku þessi veikindi stóran toll af mér... er ekki alveg orðin 100% ennþá - en ég er að komast þangað. Er búin að taka á móti tveimur hópum að Íslendingum, og kveðja sömuleiðis tvo hópa - það er að segja tvö flug hafa komið og farið... svo kemur það þriðja á morgun - en í þetta skiptið þarf ég ekki að fara útá flugvöll, og skilst að ég þurfi sjaldnar að fara útá völl þar sem það tekur mig svo langan tíma að komast þangað. Sjálfri finnst mér samt mjög skemmtilegt að fara útá völl og taka á móti gestunum mínum, þá get ég séð þau og þau mig, og ég get passað uppá að þau fái allar þær upplýsingar sem mér finnst nauðsynlegt að þau fái frá mér :) Ekki það að ég treysti ekki samtarfsfólki mínu til að passa uppá þau - en samt þægilegt að geta fylgt þeim soldið eftir, líka gott að geta farið yfir rútuna eftir að allir hafa farið af henni, þá get ég pikkað allt upp sem gestir kunna að hafa gleymt um borð í rútunni.
Í þessari viku koma svo íslenskir gestir til með að gista á 10 hótelum hvorki meira né minna - á mínu svæði, sem þýðir að þá daga sem ég fer í hótel-heimsóknir heimsæki ég 10 hótel á dag. Planið fyrir þessa viku er samt töluvert skárra þar sem fyrstu hótel-heimsóknirnar eru ekki fyrr en klukkan 9 á morgnana, en í síðustu viku voru sumar þeirra kl. 8.30 - og þá er enginn kominn á lappir, enda fólk í sumarfríi. Ég byrja t.d. heimsóknir á morgun kl. 9 og er stanslaust í þeim til 13.15 fæ svo pásu til kl. 16.00 og er þá í heimsóknum til sirka kl. 20.00 - svo þarf ég að keyra heim, svo ég er kannski komin heim til mín um kl. 20.40 - sirka. Svo þannig verða næstu þrír dagar, fimmtudagur, föstudagur og lauagardagur - ég á svo frí á sunnudaginn - má ég panta sól - það er skýjað núna og það rigndi smávegis áðan.. svo eru hótel-heimsóknir aftur á mánudaginn, og ekki komið í ljós hvað ég mun koma til með að gera nákvæmlega næsta þriðjudag og miðvikudag, jú næsta miðvikudag mun ég kveðja gestina mína um borð í rútunni.. og sjá til þess að allt sé í orden.. hvað meira ég geri þann dag er óráðið hins vegar.
Þessa dagana er ég svo alltaf að uppgvöta eitthvað nýtt, sjá nýja hluti - finna búðir í götum sem ég vissi ekki að væru þar, svo það er t.d. styttra fyrir mig í næsta mega-súpermarkað :) Góðar uppgvötanir skal ég segja ykkur.. talandi um þarf að fara útí hraðbanka þar sem ég á 0 lírur í veskinu mínu núna.
Sömuleiðis er ég alltaf að læra eitthvað nýtt um samfstarfsfólk mitt, og kynnist því betur með hverjum deginum.
Hvað meira get ég sagt ykkur, jú ég keypti tyrkneskan geisladisk um daginn - þess vegna veit ég að þeir kosta 20 lírur - hehe... keypti bara þann disk sem var nr. 1 á vinsældarlistanum, og ég þekkti söngvarann líka - annars er held ég ein skærasta stjarna Tyrklands að fara að halda tónleika hérna 22 júní - Sezen Aksu.. hver veit nema maður skelli sér á þá?
Margar stelpurnar sem vinna hérna eiga svo tyrkneska kærasta, og það gengur á ýmsu skal ég segja ykkur - furðulegast fannst mér þó þegar Annika átti afmæli og vildi fara á Queens Garden, einn vinsælasta barinn meðal túristanna hér í bæ, þar sem barþjónarnir dansa uppi á borðum og fara úr að ofan. Alveg eins og fyrir hvað 12 árum síðan, fannst þetta nú samt eiginlega hálf niðurlægjandi að horfa uppá þetta - kannski var ég bara of edrú eða að ég hef séð þetta áður og þetta er hætt að vera fyndið? Hver veit... en allavegana, þá gátu tvær samstarfskvenna minna ekki farið á þennan umrædda bar því það var ekki gúdderað af kærastanum - man nú að mínum fyrrverandi fannst alveg hræðilegt að ég, mamma og pabbi færum gjarnan þarna - en sénsinn að hann hefði getað sagt nei þú mátt ekki fara þarna - og endaði það þannig á sínum tíma að hann lét sig hafa það að sitja þarna með okkur og horfa uppá samlanda sína "strippa" fyrir túristana... Tvær sem áttu kærasta fóru þó með okkur, önnur fór þar sem hún og kærastinn eru ekki með svona stífar reglur og hin kom því kærastinn var ekki í bænum. Þannig var nú það..
Já og átti eftir að segja ykkur frá því þegar ég fór með stelpum úr vinnunni á tónleikana sem voru haldnir niðrí bæ... þessa ókeypis munið þið? Allavega það var alveg stappað þarna, og við komum okkur frekar framarlega, ég stóð aðeins frá þeim þar sem það var einhver risi sem plantaði sér fyrir framan mig eftir að við komum. Skömmu síðar tók ég svo eftir því að það voru einhverjir strákar sem voru fyrir aftan þær sem voru óþægilega nálægt þeim. Skömmu síðar hnipptu þær í mig, og við færðum okkur því þeir voru alveg ofan í þeim, og væru alltaf að nudda sér upp við þær, önnur gantaðist svo með það að hvort hún hefði fundið fyrir símanum hans á afturendanum á sér - eða einhverju öðru. Vá hvað ég var fegin að vera laus við þetta... omg sko... önnur stelpa úr vinnunni var svo áreitt af strætó-bílstjóra, hún var ein eftir í bílnum, og svo stoppaði hann bara in the middle of nowhere, og káfaði á henni, og heimtaði pening af henni.. og skildi hana svo eftir við veginn, og elti hana þegar hún gekk eftir veginum. En ekkert meira gerðist sem betur fer - og hún komst heim heilu og höldnu.
Svo er Nikulás "sambýlismaður minn" með endalausar áhyggjur af mér, ef ég er ekki komin heim fyrir kl. 10.30 á kvöldin sendir hann mér sms eða hringir til að athuga hvort ég sé á lífi, hvort það sé búið að nauðga mér og ég veit ekki hvað og ekki hvað... það eru víst alltaf einhver nauðgunarmál sem koma upp á hverju ári... ég veit samt ekki - jú ekki vera blindfull og labba heim, en ég held að ég sé gáfaðari þen það og ég kunni að lesa í aðstæður... kannski ég kaupi mér maze samt?? Gleymdi vælu-vörninni heima.. en eftir þessar sögur er mér hætt að standa á sama skal ég segja ykkur og þessi paranoja í Nikulási er hætt að vera fyndin - en vá hvað ég er fegin að hafa aldrei lennt í neinu svona - og það þrátt fyrir að hafa margoft ferðast ein með rútu í þessu landi... en reyndar halda allir að pabbi minn sé tyrkneskur, svo kannski er ég látin í friði útaf því?? Annars var strákur í dag c.a. 7-8 ára gamall með rauna-svip á andlitinu sem sagði eitthvað við mig þegar ég steig útúr bílnum, og ég greip strax um veskið mitt - þrátt fyrir að það væri peningalaust - en ökuskirteinið, vinnuleyfið og passin eru alltaf í því.. mér hætti svo að standa á sama þegar sami krakkinn elti mig svo yfir götuna, og byrjaði aftur að tala við mig - með raunasvipinn á andlitinu.. ég leit strax í kringum mig hvort það væru einhverjir sígaunar í sjónmáli - svo reyndist ekki vera - og ég endaði á því að segja honum að "fuck off" - það skildi hann þó, en ég þarf að læra að segja farðu burtu á tyrknesku - gæti komið sér vel einhvern daginn. Annars var ég blikkuð í dag... það var hressandi - en fyndið að vera blikkuð á spítala!
En hvað þýðir rautt blikkandi umferðarljós? Veit það einhver..?
Takk fyrir kommentin - gaman að heyra að fólk sé actually að lesa þessar romsur mínar... heyri í ykkur fljótlega - góða nótt