þriðjudagur, 31. janúar 2012

Red beauty

Ég held að rauður varalitur sé eitt af fáum ultimate make up trixum, eða eins og Jane Bradley, vinkona mín mundi komast að orði; "instant glamour".
Ég held að ég verði allavega að eignast rauðan varalit fyrir næsta vetur.. einfalt makeup, svartur kjóll og rauður varalitur er algjört killer look (á góðan hátt). Skil satt best að segja ekki af hverju fleiri íslenskar konur séu ekki með rauðan varalit, sérstaklega ef maður tekur tillit til þess hvað þær eru mikið í svörtu!
Ég skellti svo á mig rauðum varalit í apóteki í gær og smellti af mér þessari líka fínu mynd:

Ég með Estré Lauder varalit - Red tango

Náði ekki nógu góðri mynd af mér á gömlu vélinni - not to worry, keypti rafhlöður í nýju vélina í gær.. Það sést samt á þessari mynd að það eru ennþá jól heima hjá mér ;)
Verð svo að setja inn mynd af Rooney Mara - sem er rosalega sæt með svolítið dökkan vínrauðan varalit sem ég sá um daginn;

Rooney Mara

Gullna reglan með rauðan varalit, eins og sést greinilega hjá Rooney, að halda augnmálningu í algjöru lágmarki, og leggja aðaláhersluna á varirnar!  Sko svartur kjóll, mjólkurhvít húð og rauður varalitur; gordjöss!
Ég ætla allavega að halda leit minni að hinum fullkomna rauða varalit.

Happy hunting people,
Elín

2 ummæli:

  1. oh já ég vildi að ég gæti notað rauðan varalit, en þar sem ég er með svo þunna efri vör þá verður það ennþá meira áberandi þegar varirnar eru rauðar.. ekki nógu töff. Spurning um að skella sér í smá fyllingu.. haha
    kv. VB

    SvaraEyða
  2. Já veit ekki alveg með silikon eftir alla pip umræðuna - en svona varagloss sem á að stækka varirnar? Það sem konur leggja á sig fyrir fegurð - varagloss með "ofnæmiseinkennum" - engin takmörk hjá okkur ;) kv. Elín

    SvaraEyða