mánudagur, 23. janúar 2012

It's the final countdown

Klukkan er 04:20 á mánudagsmorgni.. og ég er ennþá vakandi - ætli ástæðan sé ekki svefnhöfgi dagsins eftir að hafa tekið hressilega á því á djamminu í gær! 
Bílar spottaðir frá Garðabæ til Reykjavíkur; 7 stykki, þar af einn lögreglubíll og einn vöruflutningabíll!
Gangandi vegfarendur spottaðir; 0
Kveikt ljós hjá nágrönnum í götunni; 5
Notendur online á fésbókinni minni; 4 - þar af tveir búsettir í USA.

Ef ég ætti að bæta við mig sjónvarpsstöðvum, þá myndi ég klárlega vilja skandinavísku stöðvarnar DR1, DR2, SVT1 og SV2 - auk þess sem ég myndi vilja fá BBC1 og BBC Lifestyle. Datt einmitt inní Gok's fashion fix í kvöld, í nótt öllu heldur, var föst yfir þætti í ætt við Kalla Berndsen til að ganga fjögur í Garðabænum.. þáttastjórnandinn og snillingurinn Gok; heldur því fram að kvenfólk noti einungis 30% af fataskápnum sínum. Í hverjum þætti tekur hann fyrir eina konu (sem er í vandræðum með fataval), fer í gegnum fataskápinn hennar frá A til Ö, hengir hverja einustu flík uppá snúru og lætur hana fara í gegnum ALLT - endar svo á því að henda um 90% af fataskápnum. 
Mottóið hjá honum er; "buy less - wear more" - kaupir svo nýjan fataskáp handa konunum, samsettann af vandlega völdum 24 hlutum (föt, skór, veski, belti og skart - allt included). Allt er valið svo hægt sé að mixa og matcha hlutunum saman, og eftir vaxtalagi kvennanna...
Merkilegt alveg að það sé hægt að komast af með svona "fáar flíkur" og á sama tíma fá fjölmörg dress. Ég sá þennan þátt fyrst í fyrra, ætli það hafi ekki haft einhver áhrif á áramótaheitið í ár... ég á samt alveg eftir að gera inventory yfir fataskápinn minn, ég er soldið hrædd við töluna mína :s Ætla samt ekki að telja gym-föt og náttföt með! Gok gerir það aldrei ;)

Kem með fyrstu tölur fljótlega

Knus og kram,
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli