miðvikudagur, 4. janúar 2012

Budget

Ég gerði mér lítið fyrir í gær og renndi yfir öll vísa og mastercard yfirlit 2011 - og komst að því hvað ég eyddi miklu í föt árið 2011. Mín upplifun er að ég versli ekki mikið af fötum, og því verð ég að viðurkenna að upphæðin kom mér töluvert á óvart, ég eyddi samtals 253.481 ISK í föt, skó og skartgripi innanlands og utan árið 2011. Það gerir um 21.000 á mánuði, guð hvað ætli kvenfólk sem kaupir mikið af fötum eyði þá í föt og skart á ári?
Mér til huggunar þá reyki ég ekki, en þetta er minni upphæð heldur en reykingamanneskja, sem reykir pakka á dag, eyðir í sígarettur á einu ári.

Svo núna er ég komin með budget uppá 253.481 kr
Ef ég kaupi mér svo eitthvað af fatnaði þá verður það dregið frá budgetinum, spurning hvort ég leggi svo bara fyrir inná sérstakan reikning í hverjum mánuði.

Ég er samt búin að taka smá forskot á sæluna og búin að kaupa mér gardínur og myrkvunargardínur - gerði það meira að segja áður en hugmyndin að þessu áramótaheiti leit dagsins ljós, svo ég get mínusað 12.860 kr frá budgetinum núna strax - svo eftir eru 240.621 kr

Svona líta svo gardínurnar út sem munu prýða svefnherbergið mitt í lok árs:


Reyndar spurning hvort ég klári make-over á herberginu eftir áramót 2013, en ég hringdi í eina verslun í Reykjavík í morgun og bólstraður höfðagafl kostar litlar 99.000 kr á fullu verði!
Jæja ég hef allavega árið fyrir mér að skoða gafla og gera verðsamanburð!

kveðjur frá Elínu sparigrís

Engin ummæli:

Skrifa ummæli