föstudagur, 20. janúar 2012

To know one's enemy

Vá hvað ég veit alveg nákvæmlega hvað það er sem freistar mín, gott að vita hver óvinurinn er!
Í einu orði; skór...

Guði sé lof að ALDO skóbúð er ekki lengur á Íslandi, en guð hvað ég væri fín í þessum ;) Eitthvað sem er alveg inn núna, Katan hans Vilhjálms hefur meira að segja verið í svona skóm - ROYAL style I tell you!
Pabbi hefur sem betur fer fullan skilning á fata-eyðslunni minni, enda sagði hann að ég væri svo glæsileg, ekki að undra að ég vildi fá glæsileg föt á mig ;) Pabbar eru svo mikil gull.. getur enginn toppað foreldrana, jú nema kannski húðsjúkdómalæknir sem segir að ég hafi rosalega fallega húð! Takk doksi segi ég nú bara, skal alveg fyrirgefa honum fyrir að ætla taka af mér 2 fæðingabletti, og setja tvö ör í staðinn!

Luv á línuna,

Elín

Ps. ég er komin með nýtt áhugamál; MAKEUP

Engin ummæli:

Skrifa ummæli