Mynd fengin að láni frá Makeup4all
Ég ákvað í gamni að prófa þetta á mér, ég notaði dökk-blátt naglalakk, og setti svo silfurlitað glimmerlakk yfir eins og er lýst á myndinni. Það kom bara næstum því jafn vel út og á myndinni ;) Áður en ég setti bláa lakkið á, setti ég eina umferð af grunn-lakki, og yfir glimmerlakkið setti ég svo tvær umferðir af yfir-lakki. Þetta entist svo í heila 5 daga án þess að neitt kvarnaðist uppúr naglalakkinu! Ég reyndi svo að taka mynd af þessu, en myndavélin virtist ekki ná þessu nógu vel hjá mér :( Reyni aftur seinna.
Ætli naglalakk og make-up sé ekki nýjasta ástríðan í lífi mínu, ætli þetta sanni það ekki að um leið og maður hættir einni dellu þá byrjar maður á annari?
Núna langar mig líka rosalega á námskeið hjá Make up store, þeir eru með makeup-námskeið og þegar námskeiðið er búið má maður velja sér snyrtivörur að andvirði námskeiðsins úr verslununni ;)
Finnst það algjör snilld. Þangað til verð ég að láta youtube video frá Lisu Eldridge og dvd diskinn "From lips to lashes" duga - vona að sjálfsögðu að þetta geri undur og stórmerki fyrir fegurð mína!
Bjútí kveðjur,
Elín
Engin ummæli:
Skrifa ummæli