sunnudagur, 8. janúar 2012

Feedback

Sælir kæru vinir og takk fyrir frábær viðbrögð, það eru svo mörg ykkar sem hafa haft á orði við mig hvað þetta sé áhugavert áramótaheit - og forvitnilegt viðfangsefni í þessu neyslusamfélagi sem við búum í.  Mér finnst alveg ómetanlegt að heyra að þið séuð að lesa og fylgjast með blogginu mínu; svo það er við hæfi að þakka ykkur fyrir að lesa elsku vinir :)

Áhugaverðasta feed-backið hingað til er klárlega frá þeim vinkonum mínum sem eru orðnar mæður.  Þær eru allar sammála um það að þær hafi bara eytt brota-broti af því sem ég eyddi í fatnað á síðasta ári - í föt á sjálfa sig. Þegar sambýlismaður einnar vinkonunnar frétti svo af eyðslu minni í föt síðastliðið ár varð hann hreinlega orðlaus - og hefur eflaust þakkað guði fyrir að eiga ekki konu sem er svona dýr í rekstri. Hehe... mér fannst þetta sérstaklega merkilegt feed-back því ég var gjörn á að réttlæta fyrir mér fata-innkaup síðasta árs með því að ég ætti ekki barn, og hefði því klárlega efni á því að kaupa mér þessa eða hina flíkina ;) Maður hefur jú heyrt frá vinkonum sínum hvað það sé dýrt að eiga barn... Áhugamál og áherslur móðurinnar færast svo bara frá því að kaupa föt á sig í það að kaupa föt og dót handa krílinu - þær sem kaupa/keyptu gjarnan merkjavöru á sjálfa sig, færast þá bara yfir í merkjavöru í barnafatnaði eða barnavögnum.

Hvað kostar barn á mánuði?

Takk fyrir að lesa,
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli