sunnudagur, 29. janúar 2012

The art of aging

Ég trúi því statt og stöðugt að ef þú kaupir einhverja flík og notar hana ekki innan eins mánaðar - þá eru hverfandi líkur á því að þú notir hana nokkurntíma! 
Bold statement, I know.. en ég held að það sé nokkuð til í þessu. Held að nýjabrumið hverfi af flíkinni því lengra sem líður frá innkaupum. Jafnvel þó að hún hafi aldrei verið notuð, þá líður manni ekki eins og maður sé í splunkunýrri flík ef maður fer fyrst í hana 2 mánuðum eftir að hún var keypt. Með þetta í huga þá held ég að það sé betra að kaupa sér eina nýja flík í einu, frekar heldur en að fara á innkaupafyllerí og kaupa sér heilan fataskáp á einum degi. Þá eru allavega minni líkur á því að eitthvað falli í gleymsku og eldist inni í skáp og verði dottið úr tísku þegar kemur að því að klæðast því mánuðum seinna.
Þegar ég hugsa um þetta, þá á ég að minnsta kosti einn kjól og einn bol sem ég hef aldrei notað - ég verð að bæta úr þessu með bolinn, en kjóllinn bíður brúðkaups... 
Hlutir sem ég nota sjaldan eru hins vegar óteljandi, held ég það stafi af því að ég hafi notað það of sjaldan frá innkaupum.. þar á meðal man ég sérstaklega eftir einu veski og nokkrum pörum af skóm.  

Image source: Getty Images

notið fötin sem þið kaupið darlings,

Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli