laugardagur, 21. janúar 2012

El bolso verde

Í dag bankaði raunveruleikinn uppá, og það í öllu sínu veldi!! 
Ég var næstum því fallin, og get ég einungis þakkað Hörpu "spons" fyrir að hafa ekki fallið í dag! Ég sá svo sætt grænt rússkins veski í Zara í dag, það er eitthvað í ætt við þetta hér - nema mitt var alveg grænt og miklu sætara;
Það var meira að segja á útsölu, ég hringdi í Hörpu og hún sýndi sko enga linkind og minnti mig á það að; ,,það væri einungis janúar og ég skyldi sko ekki falla" - á þessum tímapunkti var ég búin að neita mér um skópar í Zara, og ætlaði að geta silgt erfiða-laust í gegnum búðina, allt þar til þetta veski birtist.. Það væri bara svo PERFECT við grænu Aldo-skóna mína - sem eru líka úr rússkini.. og þegar ég setti það á öxlina og leit á mig í speglinum, var eins og veskið ætti heima á mér.. ég þurfti að grafa djúpt í sálarkynni mín til að finna neitunar-kraftinn, leggja veskið frá mér og labba útúr búðinni!! Það eina sem virkaði til þess að ég gæti gert það, var að máta veskið í tuttugasta skipti og finna einhverja vankanta á því - gallinn var að ólin í veskinu var of stutt, þegar maður setti það á kross yfir sig þá sat það á asnalegum stað á mjöðminni, ólin hefði þurft að vera c.a. 8 cm lengri en hún reyndist vera. 
Ég var því einungis 8 cm frá því að falla á áramótaheitinu, og það í JANÚAR.
Annað er það helst í fréttum að ég stofnaði reikning í dag, sérstaklega fyrir fata-sparnaðinn! Það kaldhæðnasta í þessu öllu var svo þegar ég keyrði niður Laugaveginn með Hörpu, þá langaði hana í veski í Skarthúsinu, og ætlaði jafnvel að hringja í búðina og athuga hvað taskan kostar strax á morgun...  þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða ræðu hún fékk!

Þetta verður töff...

kv.
Elín með fráhvarfseinkenni

Engin ummæli:

Skrifa ummæli