þriðjudagur, 24. janúar 2012

There is a devil, and it's name is Temptation

Eitt af því sem ég var alveg staðráðin í að gera í síðustu fríviku var að setjast niður með heitt súkkulaði eða te heima í stofu og fletta glans-blöðum sem ég er búin að sanka að mér hér og þar síðustu mánuði! Þetta er eitt af því sem ég kom ekki í verk í síðustu viku, og til að toppa þetta þá las ég ekki einu sinni helgarblöðin seinustu helgi! Eins og ég var búin að hlakka til þessarar stundar. Einnig sé ég mig í hillingum sitja á kaffihúsi, sötra SwissMocca og eiga góða stund með sjálfri mér og tísku-tímaritum, sem hefur ekki gerst to date!
Í morgun þegar ég var svo að klára vaktina, þá fór ég inná áskrift.is að skoða hvaða blöð væru í boði og velta fyrir mér (eins og ég hef nú gert áður) að gerast áskrifandi að einhverju glans og glamúr tímaritinu í hálft ár eða svo..  
Þegar ég kom heim beið mín svo nýjasti bæklingurinn frá Ellos, og engin smá smíði hérna á ferðinni.. ég er ekki búin að fá þennan bækling sendan heim að dyrum í örugglega 5 ár, frá því að ég keypti eitthvað frá þeim síðast! Ég hallast helst að því að þeim gruni að ég sé í fata-bindindi 2012, eða einhver stríðnispúkinn hafi beðið þá sérstaklega um að senda mér bæklinginn í freistingarskyni! 
Annars held ég að ég hafi ekki getað valið betra ár heldur en 2012 til að halda mig frá fata-innkaupum, en vor-línur tískuhúsana sýna það ítrekað að pastel-litir eru það sem koma skal þetta vor og sumar. Ég skal ekkert fara leynt með það að mér finnast pastel-litir óttalega dull, og eins og margir litir klæða mig vel, þá eru pastel-litir ekki þar á meðal. Á örugglega eftir að eiga erfiðara með haust og vetrartískuna 2012 sem verður að miklu leiti byggð á tísku frá 60's og 70's. Ég verð bara að gramsa í gegnum fataskápinn í leit að pastel-fatnaði, dettur strax nokkrar flíkur í hug, ég verð svo að gramsa hjá mömmu í leit að 60's fötum í haust!

Pínu 60's navy þema sem ég fann hjá fashionist.ca


Látið freista ykkar,

Luv,
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli