fimmtudagur, 12. janúar 2012

Seven is the magic number!

Vinkona mín hún Britney, hún sýnir sko alveg hvernig á að gera þetta í myndbandinu Criminal, en þar sprautar daman á sig hvorki meira né minna en sjö sinnum úr ilmvatsglasinu sínu.. ég lét nú þrjú bara duga áður en ég fór í vinnuna í kvöld, held að ef ég myndi spritsa á hálsinn á mér sjö sinnum yrði ég rennandi blaut á hálsinum! Ilmurinn sem Brit baðaði sig uppúr heitir Radiance, og er úr smiðju söngkonunnar sjálfrar;

Þetta er einn af þeim ilmum sem ég þefaði af í fríbbanum núna síðast, alls ekki slæm lykt þar á ferðinni - bara mjög góð. Nema hvað mér finnst glasið svo tacky og cheep eitthvað - að ég held að ég myndi aldrei kaupa mér það! 
Annars er fræga fólkið í Hollywood að græða á tá og fingri á allskonar auka varningi sem þeir setja nafnið sitt á og selja eins og heitar lummur. Hingað til held ég að ilmvötn hafi verið það vinsælasta, auk fata og skó-lína. Núna síðast bættist Justin Bieber í hóp hollywood stjarna eins og Paris Hilton, Söru Jessicu Parker og Jennifer Lopez sem allar hafa gefið frá sér signature ilmvötn, hérna má svo sjá næstum því tæmandi lista yfir ilmvötn frá frægu fólki þar kom mér mest á óvart að one-hit-wonderinn Peter Andre hefur gefið frá sér 2 kvenmannsilmi og einn rakspíra! Geri aðrir one-hit-wonders betur!!
Næsta tilhlökkun í ilmvatns-ferð í fríbban; Lolavie frá Jennifer Aniston, sérstaklega í ljósi þess að ég strengdi þess heit í september 2011 að kaupa mér ekki föt nema ef ég gæti ímyndað mér að Jennifer Aniston myndi láta sjá sig í því! Allt þetta var með þeim ráðum gert, að gera fataskápinn minn klassískari og klæðilegri heldur en ella - enda held ég ekki að ég hafi séð Jen nokkurntíma illa til fara, og flest fötin hennar eru líka tímalaus og klassísk.. ætli ég taki það bara ekki til athugunar árið 2013?

Kveðjur úr Candy-land,

Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli