fimmtudagur, 26. janúar 2012

All the trix in the book

Það má segja að ég hafi lokið fyrstu kennslu-stund í "make-up skóla Jane Bradley" í gær, er ég horfði á dvd "From lips to lashes". Ég get ekki sagt annað en að ég hafi lært heilan helling, en komst samt að því að mig vantar alveg heilan helling af græjum í make-up boxið mitt, þar ber helst að nefna augnhára-krullara og allt að 4 tegundir af burstum; einn eye contour brush með dóme lagi (notaður til að gera skyggingu í bogann fyrir ofan augað), annan minni til að nota fyrir neðan augað, mascara bursta og kannski varabursta.


Af vörum sem ég gæti bætt við mig gæti ég kannski helst nefnt húðlitaðan augnblýant, sem er hægt að nota til ýmissa galdra-verka, eye-liner gel og augnskugga í möttum taupe lit.







Ég verð svo klárlega að horfa á þetta aftur, og meðtaka öll trixin ennþá betur.. Ji hvað ég verð sæt í sumar þegar ég verð búin að mastera þetta allt saman ;)

kveðjur frá miss gordjöss wannabe,
Elínu

Engin ummæli:

Skrifa ummæli