Það er eins og nýtt ár beri í skauti sér andlega og veraldlega tiltekt, nýtt ár = nýir vindar? Ég verð þó að viðurkenna að ég finn sérstaklega sterkt fyrir þessu þetta árið. Í fyrra var tannheilsan tekin fyrir og núna er það fata-materialismi, auk þess sem betrumbætur á heimilinu eru verðlaunin í lok árs - jey ég hlakka til ;)
Tiltektarmanían er búin að brjótast út í ferðum til skósmiðsins og óstjórnlegri þörf til að gera við og þrif- auk þess sem ég hef verið dugleg að kaupa möppur og folders til að koma skipulagi á pappírs-flóðið í stofunni. Ætli bestu kaup ársins up to date hafi ekki einmitt verið mappa með skilrúm-sblöðum á 10 kr í góða hirðinum. Fleiri skipulagsplön eru á stefnuskránni auk allskonar slátrunar-verkefna á snyrtivörum og kremum! Hehe.. kannski ekki svo göfugt markmið, þar sem tilgangurinn í flestum tilfella er að byrja að nota það sem ég keypti í staðinn - nú eða afsökun fyrir því að kaupa mér nýtt!
Önnur loforð um bót og betrun árið 2012; er að labba að minnsta kosti einu sinni í viku í vinnunaog fara að minnsta kosti einu sinni í gymmið í fríviku.. þetta verður svo væntanlega fært í aukana er fer að vora, gönguferðum í vinnuna skipt út fyrir hjólferðir.. so far á þessu ári hef ég staðið við gefin loforð og er bara nokkuð ánægð með sjálfa mig ;)
Allt gott og blessað - ætti kannski að spara stóru orðin, enda ennþá janúar!
Allt gott og blessað - ætti kannski að spara stóru orðin, enda ennþá janúar!
kveðjur úr skipulagslandi,
Elín Reisenfahren
Engin ummæli:
Skrifa ummæli