miðvikudagur, 1. febrúar 2012

Sleepless in Reykjavik

Jesús það er ekki gott að vinna á næturvöktum ef maður vill sofa á nóttunni í fríviku! Svaf sex klukkutíma eftir vakt á mánudaginn, á þriðjudaginn svaf ég svo um 14 klst nánast í beinni lotu og vaknaði ekki fyrr en 16:50 þegar dyrabjallan hringdi! Ég náði ekki manneskjunni sem var að hringja.. til að þakka viðkomandi fyrir að vekja mig - annars hefði ég sofið af mér spænsku-tímann þann daginn! Þegar þetta er skrifað er klukkan 06:10 á miðvikudegi - ekkert búin að sofa.. svo ég er bara búin að vera að hlusta á lög með Medinu á youtube.. og einhverra hluta poppaði upp myndband frá Maybabytumbler - þar sem 15 ára kanadísk unglings-stelpa sýnir herbergið sitt! Og ekkert smá herbergi, fataskáparýmið og fötin sem krakkinn á! OMG og hún á bókað meira meikup heldur en ég og ég er 28 ára! Ég átti heldur ekki hælaskó þegar ég var 15 ára..
En ég áttaði mig ekki strax á því að ég var búin að rekast á eitthvað költ-fyrirbæri.. það er hellingur af svona myndböndum á netinu, stelpur að gera svona room-tour, flestar þeirra virðast vera með eitthvað video-blog á youtube.. makeup, hairstyling og ég veit ekki hvað! Ég ætti kannski að gera svona before and after video af svefnherberginu mínu!!
Ps. á að heyrast hljóð frá spennu-breytinum fyrir tölvuna?

Kv.
Elín, really not hearing things

Engin ummæli:

Skrifa ummæli