þriðjudagur, 24. apríl 2012

Wake up for makeup

Það er þetta með makeup-námskeiðið sem ég ætlaði alltaf að fara á, langar alveg afskaplega að fara á eitt svoleiðis. Verst að ég get eiginlega gert upp við mig hvort ég eigi að fara á námskeið sem ég borga fyrir kennslu, og að kennslu lokinni get ég valið mér vörur úr búðinni að andvirði námskeiðsins, eða hvort ég eigi að fá kennslu á dótið sem ég á.  Finnst eiginlega bara bæði betra, eins og var sagt í Cherrios-auglýsingunni forðum daga!

Svo er ég með craving í augnskuggabox í dag, finnst bara óforskammanlegt að box sem kostar rúmar 4.300 kr í   USA kosti 11.550 ISK í vefverslun á Íslandi. Það sem er svo mesta snilldin við þetta box, er að það fylgir með því akkúrat svona bursti sem mig langar svo í, og taupe liturinn sem mig vantar. Hvenær ég myndi svo nenna að vakna einum klukkutíma fyrr á morgnana, já eða kvöldin - til að mála mig um augun.. veit ekki.. En ég má telja mér trú um það, er það ekki?

Litapalletta frá Sigma og fæst hér

Ja kannski ég fái mér svona næst þegar ég fer til USA, United States of All ;) Því eins og allir vita, þá fæst jú allt í Ameríkunni. Það er meira að segja til annað eintak af mér í Ameríkunni, íransk-ættað glæsikvendi, alveg eins og ég! Eða svo var mér að minnsta kosti sagt hérna um árið.

Stay gorgeous,
E

Engin ummæli:

Skrifa ummæli