Jæja kominn tími á Eurovision-póst,
ég fór á hálfgerða Eurovision-upphitiun í gær, þegar mér var boðið á upptöku á "Alla leið" Eurovision-þáttunum á Rúv! Það var ekkert smá gaman, ég var sem sagt viðstödd yfirferð á þáttunum sem fara yfir lög úr seinni riðlinum... þetta var alveg eins og vítamín-sprauta fyrir mig og algjörlega búið að koma mér í Eurovision state of mind!
Ég fór nánast beint heim eftir upptökur í gær að hlusta á þau lög sem var ekki farið yfir.. Þetta ár verður frábært I tell you, allskonar lög sem taka þátt, nokkur djók-lög, hip-hop, wannabe-megadívur og gamlir keppendur sem snúa til baka. Frábær uppskrift að góðu fjöri!
Ég er allavega strax komin með nokkur uppáhalds-lög, og nokkur sem ég þoli ekki...
Uppáhalds, uppáhalds er frá Moldóvu;
Pasha Parfeny - Lautar
Önnur lög sem ég held svolítið uppá eru m.a. spænska lagið, norska lagið, serbneska lagið og rúmenska lagið. Svo eru nokkur lög sem eru svo slæm að þau verða í alvörunni góð, ætla að geyma þau til betri tíma ;) Tæmandi lista með þáttakendum er svo að finna hér.
Svartar og hvítar kveður á þessum föstudegi,
Elena Black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli