sunnudagur, 1. apríl 2012

Aldrei henda neinu, aldrei selja neitt!

Kom þá að því að ég skyldi fara að sjá eftir einhverju sem ég seldi í Koló hérna um árið. Eins og ég hef skrifað um áður, eru armbönd skartgripa-æðið þetta árið. Í fyrra voru það hringir og núna eru það armbönd. Auðvitað sé ég núna eftir einu armbandi sem ég keypti í USA þegar ég var c.a. 14 ára, en það var nánast alveg eins og þetta armband hér;


Þetta armband er svo samskonar, aðeins poppaðara;

Lauren Elan armband á 12.900 ISK úr AndreA Boutique

Að sjálfsögðu er ég að sjá svona armbönd ALLS staðar þessa dagana.. hversu týpískt er það? En mér finnst armbandið frá Lauren Elan algjört highway robbery; 12.900 ISK fyrir keðju sem ég gæti fengið á 500 ISK í BYKO, neonband, festingu og plast-stein. Ég fer alvarlega að hugsa um það að föndra mér skartgripi - I'll keep you posted.

Luv,
E

Engin ummæli:

Skrifa ummæli