sunnudagur, 8. apríl 2012

Confessions of a shopaholic

Kominn 8. apríl og ég er ekki búin að standa við gefin loforð...
Ég er ekki búin að labba í vinnuna amsk 1 sinni í viku og ekki búin að fara í ræktina 1 sinni í fríviku! Ég stóð mig alveg 100% í janúar, og gott betur, labbaði oftar en einu sinni í viku í vinnuna, í snjó og ómögulegu veðri.. og fór í ræktina, svo kom febrúar með rigningunni, afmæli og helgarferð til Akureyrar - sem náði að slá alla rútínu útaf laginu. Afsökunin í mars var svo fæðingablettataka, og bann við líkamsrækt, auk almenns tímaskorts og gaf mér því ekki tíma í að ganga í vinnuna.
Núna þarf ég að rífa mig upp og koma mér í Chalga-gott form fyrir sumarið - verð að looka í Nauthólsvíkinni í sumar!

Ísát er alveg ljómandi leið til að koma sér í chalga-form

Núna er bara að skella Andreu á fóninn, og drífa sig í gymmið..
..á fimmtudaginn ;)

Annars er ég að hugsa um að gera skurk í vítamín töku, er búin að vera eitthvað svo þreytt og tuskuleg síðastliðna daga, svo það er vítamín-diet framundan; múltivítamín, kalk, magnesíum, lýsi, járn og allt sem ég á til bara! Sjáum hvort eyjólfur hressist ekki!

Hugs,
E

Engin ummæli:

Skrifa ummæli